Það var rífandi stemning á mbl.is í gærkvöldi þegar boðið var upp í bingó í beinni útsendingu á vefnum. Siggi Gunnars, dagkrárstjóri K100, stýrði bingóinu af sinni einskæru list. Það getur þú ýmislegt gerst í beinni útsendingu og því þótti það kómískt þegar Baldur Rafn Gylfason eigandi hárheildsölunnar bpro, sem var að gefa vinninga í bingóinu vann sinn eigin vinning. Baldur Rafn ætlar að gefa lesendum Smartlands vinninginn sinn og líka nokkra í viðbót og verður hægt að detta í lukkupottinn í gegnum Instagram síðu Smartlands Mörtu Maríu.
„Við vorum stolt og glöð að fá að vera með í þessum skemmtilega leik til að hressa upp á tilveruna þessa dagana. Við sátum þarna fjölskyldan spennt saman, guttarnir mínir voru svolítið glaðir og fannst þetta spennandi því við vorum að gefa nokkra vinninga í bingóinu,“ segir Baldur Rafn og játar að hann hafi fengið vægt fyrir hjartað þegar hann vann sinn eigin vinning.
„Allt í einu er röðin á bingóspjaldinu orðin full og ég segi við Sigrúnu konuna mína að ég haldi að ég sé komin með bingó. Ég var svona í nokkrar sekúndur að velta fyrir mér hvort ég ætti að ýta á bingó-hnappinn eða ekki. Svo kom þessi skemmtilega klausa frá Sigga Gunnars, Baldur Rafn Gylfason vann label.m hárvörur. Ég verð að viðurkenna að þetta voru mjög blendnar tilfinningar,“ segir hann og kjölfarið hrúguðust inn skilaboð til hans þar sem hann var kallaður svikari og fleira í þeim dúr.
„Það hefði verið gleðilegra ef einhver annar hefði unnið. Mér fannst þetta mjög kjánalegt og þess vegna ætla ég að gefa öðrum kost á að vinna þessar vörur,“ segir hann.
Þú getur unnið mýkjandi og styrkjandi Honey & Oat sjampó og hárnæringu sem gefa hárinu aukinn glans, Intensive mask sem er mýkjandi og rakagefandi hármaski, Blow Out spray sem ver hárið fyrir hita og gefur létta lyftingu og Texturising Volume Spray sem allir þekkja og elska!
Um er að ræða pakka upp á rúmlega 20.000 krónur. Það eina sem þú þarft að gera er að fylgja Smartlandi Mörtu Maríu á Instagram og label.m og tagga þann sem þú vilt að vinni þennan glæsilega vinning. Að sjálfsögðu detta báðir aðilar í lukkupottinn, sá sem taggar og sá sem er taggaður!