Ánetjaðist Oxycontin með Piana

Sara Piana.
Sara Piana. Skjáskot/Youtube

Sara Piana er viðmælandi Sölva Tryggvasonar í nýjasta þætti af Podcast með Sölva Tryggva. Í viðtalinu ræðir Sara meðal annars um samband sitt við líkamsræktarfrömuðinn Rich Piana. Sara flutti aftur til Íslands á þessu ári og leggur nú stund á hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.

Sara kynntist Piana þegar hún bjó úti í Bandaríkjunum og þróaðist samband þeirra mjög hratt. Hún lýsir því hvernig það hafi verið orðið mikið álag að vera með honum í sambandi, svo mikið álag að hún var farin að taka róandi lyf til að þrauka.

„Þetta var orðið svo rosalegt þarna í endann. Eins og ég segi maður var vinnandi mjög mikið. Ég var alltaf að filma allt fyrir hann og þurfti að „edita“. Maður var vinnandi alltaf sko og svo rétt náði að sofa. Síðan fór maður að eiga erfitt með svefn og þá var maður farinn að taka svefntöflur. Síðan var maður svo útúrstressaður því hann ætlaðist til alls af manni bókstaflega, hann var erfiður að eiga við þannig maður var farinn að taka róandi á daginn. Xanax, fyrir „panic attacks“ og svoleiðis. Því stundum var þetta svo mikið að manni leið bara eins og maður væri að deyja,“ segir Sara.

Piana sjálfur notaði mikið af sterum, verkjalyfjum og öðrum lyfjum og segir Sara að hann hafi verið á mjög slæmum stað og það hafi verið mjög erfitt að vera í samskiptum við hann. Hún segir að þau hafi verið farin að rífast mjög mikið og allt sem hún gerði fyrir hann var aldrei nógu gott. 

„Áður en maður vissi af var maður farinn að taka verkjalyf líka,“ segir Sara og á þar við Oxycontin. Hún segir reynslu sína af lyfinu ekki vera góða og lýsir því sem mannskemmandi. 

„Þetta breytir fólki svo rosalega og eins og þú segir svo svakalega ávanabindandi. Þegar maður reynir að hætta taka þetta þá ertu í svo miklum fráhvörfum að þú ert bara svitnandi og fárveikur, þér er kalt eða heitt til skiptist. Þetta er bara hræðilegt. Það er mjög auðvelt að verða háður þessu,“ segir Sara.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda