Íslendingar minnast Jónínu með hlýhug

Jónína Benediktsdóttir varð bráðkvödd í gær 63 ára að aldri. Hún var frumkvöðull á heilsuræktarsviðinu og setti svip sinn á mannlífið. Margir minnast Jónínu á samfélagsmiðlum í dag enda fólk harmi slegið vegna frétta af andláti hennar. 

„Stórveldið og kvenskörungurinn Jónína Benediktsdóttir er fallin frá. Samferðakona okkar og framtíðar Íslendingasagnapersóna. Við supum marga fjöruna saman við Jónína og þrátt fyrir að ég hefði það stundum á orði við hana að hún þyrfti að ráða sér betri leikstjóra í lífinu þá hef ég fáa þekkt raunbetri og hjartahlýrri en þessa mögnuðu, djörfu og síungu stelpu. Og hlátrasköllin! Og góðverkin ótal mörgu sem hún stærði sig aldrei af. Við höfum misst frá okkur litríka og margslungna konu og ég á eftir að sakna hennar mikið úr mínu lífi og samfélaginu öllu. Afhverju deyr allt litríka og skemmtilega fólkið frá okkur? Við drappaða pakkið sitjum eftir... og verðum að reyna að láta ekki okkar eftir liggja. Börnum, barnabörnum, fjölskyldu og vinum Jónínu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Mikill er missir ykkar og okkar allra,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona. 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

„Sorgarfréttir. Fallin er frá litrík og góðhjörtuð kjarnakona sem mér þótti vænt um og kenndi mér margt þegar við störfuðum saman í gamla daga. Sendi fjölskyldu og aðstandendum elsku Jónínu mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Ágústa Johnson. 

Ágústa Johnson.
Ágústa Johnson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Blessuð sé minning Jónínu Ben. Frumkvöðull og hörkudugleg. Vann hjá henni á Planet Pulse stöðvunum hennar fyrir mörgum árum og alltaf fylgdust við með hvor annarri í gegnum árin. Samúðarkveðja til fjölskyldu hennar og vina,“ segir Regína Ósk. 

Regína Ósk.
Regína Ósk.
„Elsku fallega @joninaben þú sendir mér oft svo yndislega jákvæð skilaboð. Þakka þér fyrir það. Þennan dag hvattir þú mig eins og þín var von og vísa ~ já þú bauðst mér meira að segja að geyma verkin mín hjá þér ....þakka þér fyrir þig. Nú ertu farin í fallegt ferðalag. Ég sé þig síðar í ljósinu. Sendi þér hlýtt faðmlag elsku besta mín ~ þín Ellý,“ segir Ellý Ármannsdóttir. 
Ellý Ármanns.
Ellý Ármanns. JAX/k100.is
„Frænka mín og vinkona hefur kvatt okkur. Hún gaf svo mikla hlýju frá sér og stuðning. Hún ýtti líka oft við mér og ögraði. Skammaði mig stundum. En fyrir það var ég ávallt þakklát því það leiddi til skarpari sýnar og skilnings á lífinu. Hún var magnaður frumkvöðull, hrein og bein. Síðustu misserin dýpkaði vináttan og fyrir það er ég óskaplega þakklát. Hún var örlát. Sendi mér reglulega fallegar hugleiðingar, hlýju og stuðning. Vonandi náði ég að gefa til baka. Hún gaf mikið af sér og tók líka mikið inn á sig. Hún var mikil manneskja. Minnist hennar með ást, hlýju og þakklæti en líka trega - því við vorum með plön á nýju ári sem ég fylgi nú eftir með minningu um merka konu með mér í hjartanu ❤️
Innilega samúðarkveðju sendi ég börnum, barnabörnum, systkinum, öðrum skyldmennum og hennar fjölmörgu vinum,“ segir Katrín Júlíusdóttir. 
Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir.
„Jónínu Ben kynntist ég á Ríkisútvarpinu fyrir löngu þegar hún hóf sína frægu leikfimi þar. Mig minnir ég hafi meira að segja flutt pistil þar sem ég leitaðist við að gera grín að frjálslegheitum hennar í útsendingu, fúlisti sem ég var! En hún var alltaf frjálsleg og fjörug, á hverju sem gekk, og það var alltaf gaman að hitta hana á förnum vegi og stundum á Facebook seinni árin. Ég votta ástvinum hennar alla mína samúð,“ segir Illugi Jökulsson. 
Illugi Jökulsson.
Illugi Jökulsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
„Það er leitt, að Jónína sé látin langt um aldur fram. Ég kynntist henni nokkuð, og þótt hún væri ekki gallalaus, sagði hún margt af viti. Hún var svipmikil á sína vísu. Hún minnti mig dálítið á kvenskörungana, sem Íslendinga sögur eru um,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
„Minn gamli leikfimikennari Jónína Benediktsdóttir er fallin frá. Hún var mjög stór persóna sem ég leit upp til. Er minnisstætt þegar hún fékk okkur nokkrar litlar stelpur til að sýna handahlaup og léttar leikfimiæfingar á afmæli SÁÁ eða stofnfundi í Háskólabíói, var of ung til að pæla í tilefninu. En mér þótti vænt um hana og fannst hún skemmtileg og merkileg og ég sé eftir henni. Minningin lifir,“ segir Eva María Jónsdóttir. 
Eva María Jónsdóttir.
Eva María Jónsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda