Myndi aldrei fara til sólarlanda um jólin

Eydís Ólafsdóttir lumar á dásamlegri uppsrift af piparkökum sem hún …
Eydís Ólafsdóttir lumar á dásamlegri uppsrift af piparkökum sem hún deilir með lesendum.

Eydís Ólafsdóttir myndlistarkona gerir allt hreint og fínt fyrir jólin. Hún gerir margar kökusortir og er piparkökuuppskriftin hennar einstaklega vinsæl. Hún segir að þvottahúsið sé
eina svæðið í húsinu sem sleppur við jólaskreytingar.

Eydís Ólafsdóttir er í hópi hönnuða og eigenda hönnunarhússins Vorhúss á Akureyri. Eydís hannaði jólalínu þeirra í ár sem ber heitið Einiber. Hönnunarlínan vísar í gamlar íslenskar jólahefðir þar sem einir skipaði stóran sess, en einir er eina innlenda sígræna barrtréð sem vex villt á Íslandi.

Hvað ertu að fást við þessa dagana?
„Við hjá Vorhúsi erum að taka upp nýjar vörur vikulega núna og þar á meðal nýju jólalínuna Einiber. Það er mikill handagangur í öskjunni í vinnunni þessa dagana og langur vinnudagur en þetta er jafnframt afar skemmtilegur tími og þar sem ég er svo heppin að eiga skemmtilega vinnufélaga eru allir dagar skemmtilegir.“

Jólakakan lítur fallega út á jólalegum bakka.
Jólakakan lítur fallega út á jólalegum bakka.

Er mikið jólabarn

Ertu mikið fyrir jólin?


„Ég er gífurlega mikið jólabarn. Jólin voru og eru enn mjög mikilvægur árstími hjá stórfjölskyldunni. Ég hugsa að móðurforeldrar mínir hafi átt mjög stóran þátt í því hve mikil jólabörn við öll erum en þar á bæ voru ríkar jólahefðir sem færst hafa á milla kynslóða. Foreldrar mínir hafa haldið fast í hefðirnar og móðursystir mín og hennar maður eiga og reka Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit þannig að í æsku voru jólin mjög hátíðleg. Allt var hreint og fínt, margar kökusortir og jólaskrautið víða. Mér finnst dásamlegt að skreyta allt húsið. Þvottahúsið er líklega eina svæðið sem sleppur við skreytingar.“

Hvað gerir þú alltaf fyrir jólin?

„Ég baka piparkökur. Ég held að ég hafi aldrei upplifað jólaundirbúning án þess að baka piparkökur.“

Eydís hannaði jólalínu Vorhúss í ár sem ber heitið Einiber.
Eydís hannaði jólalínu Vorhúss í ár sem ber heitið Einiber.

Myndi aldrei panta sér ferð í sólina um jólin

Eydís er ekki ein þeirra sem myndu fara á sólarströnd um jólin.
„Ég myndi ekki panta mér ferð í sólina um jólin. Mér þykir svo óendanlega vænt um allt stússið sem fylgir jólunum að ég myndi ekki tíma að sleppa því.“

Áttu góða uppskrift fyrir okkur sem þú ert til í að deila?
„Ég er oft beðin um uppskriftina að piparkökunum og er meira en til í að deila henni með lesendum.“

Kanntu góða jólasögu?

„Besta jólasagan er líklega mestu jólavonbrigði lífs míns. Ég var líklega átta ára gömul og hafði lengi óskað mér að fá Bangsa bestaskinn í jólagjöf. Það er bangsi sem sagði sögur og hreyfði munninn um leið. Á aðfangadagskvöld sá ég pakka merktan mér frá pabba og mömmu undir jólatrénu. Stærðin á honum passaði við Bangsa bestaskinn og ég
var ótrúlega spennt! Þegar kemur að því að opna gjöfina góðu þá kemur úr pakkanum ruslafata! Úr málmi, lítillega beygluð með blómamunstri. Mamma hafði orðið fyrir
því óláni að detta í hálku rétt fyrir jólin með glænýja ruslafötuna og greyið ruslafatan tók fallið að einhverju leyti. Það er ekki ofsögum sagt að vonbrigðin voru gífurleg hjá
jólastelpunni. Í staðinn fyrir að hafa Bangsa bestaskinn í fanginu var þar beygluð ruslafata. Aðalgjöfin frá mömmu og pabba þessi jólin var reyndar mjög fallegt armbandsúr en þegar maður er átta ára kann maður illa að meta litlu pakkana.“

Eydís er mikið fyrir jólin.
Eydís er mikið fyrir jólin.

Mælir með að kaupa íslenska hönnun fyrir jólin

Skiptir fallegt stell miklu máli um jólin?
„Já, mér finnst það. Fallega dúkað borð um jólin er svo hátíðlegt. Ég fæ krakkana mína með mér að leggja fallega á borð. Við brjótum servíettur og setjum á hvern disk. Kveikjum
á kertum og bíðum eftir að klukkurnar hringi inn jólin.“

Hverju mælirðu með í gjafir í ár?

„Mér finnst að við ættum öll að reyna að versla sem mest við innlenda hönnuði og fyrirtæki í ár. Þannig getum við öll hjálpast að á þessum skrítnu tímum. Vefverslun er orðin miklu öflugri en hún var fyrir aðeins nokkrum mánuðum og það er um að gera að nýta sér. Mikið er til af dásamlegum vörum sem eru hannaðar og/eða framleiddar hér heima.
Vegna aukinnar veru heima við leggja margir sérstaka áherslu á að heimilið sé fallegt og notalegt. Handklæði eru alltaf vinsæl og mjög gagnleg gjöf en einnig eru falleg
viskastykki og servíettur nauðsynleg fyrir öll heimili á þessum tíma árs. Fallegt ullarteppi í stofuna eða ný sængurverasett eru jafnframt ávallt glæsilegar gjafir sem gagnast
öllum á heimilinu. Ilmkerti er líka skemmtileg viðbót á heimilið nú þegar daginn fer að stytta og fallegur kaffibolli er góð gjöf fyrir alla kaffiunnendur.“

Jólakrans sem Eydís hannaði á jólatréð kostar 5.390 kr. Fæst …
Jólakrans sem Eydís hannaði á jólatréð kostar 5.390 kr. Fæst í Vorhúsi á Akureyri

Er eitthvað sem fólk ætti að gera núna?

„Mér datt í hug að við ættum að dusta rykið af jólakortaskrifum þetta árið. Handskrifuð kveðja til vina og ættingja gæti glatt meira en okkur grunar. Hægt væri að rifja upp góðar samverustundir, þakka fyrir umhyggju og vinskap og leggja drög að samverustundum framtíðar. Skapa mætti notalega samverustund með fjölskyldunni þar sem markmiðið er að dreifa gleðinni.“

Piparkökur

1 kg hveiti
4 tsk natron
4 tsk kanill
2 tsk engifer
2 tsk negull
¼ tsk pipar
2 tsk hjartarsalt
500 g sykur
2 dl síróp
2 dl kaffi
360 g smjör

Aðferð

Hnoðið allt hráefnið saman, best er að kæla deigið í nokkra klukkutíma eða yfir nótt áður en það er flatt út. Skerið út gullfallegar piparkökur úr útflöttu deiginu. Bakið við 200°C þar til kökurnar fara að brúnast. Takið út og látið kólna. Skreytið síðan með glassúr og til tilbreytingar er gaman að strá sem dæmi muldum brjóstsykri yfir glassúrinn áður en hann harðnar.

Eydís deilir með lesendum uppskrift af piparökum sem er einföld …
Eydís deilir með lesendum uppskrift af piparökum sem er einföld og góð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda