Ástin blómstraði árið 2020 hjá íslenskum stjörnum

Ástin blómstraði hjá fræga fólkinu árið 2020.
Ástin blómstraði hjá fræga fólkinu árið 2020. Samsett mynd

Margar íslenskar stjörnur fundu ástina árið 2020 þrátt fyrir kórónuveirufaraldur. Fólk kynntist ekki endilega á Þjóðhátíð í Eyjum, á barnum eða í ræktinni en einhvern veginn sigrar ástin alltaf eins og sést á þessum lista. 

Svala og Kristján Einar

Tón­list­ar­kon­an Svala Björg­vins­dótt­ir byrjaði með Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. Sambandið vakti mikla athygli í sumar fyrir mikinn aldursmun en parið trúlofaði sig í desember. 

Manuela Ósk og Eiður

Feg­urðardrottn­ing­in og áhrifa­vald­ur­inn Manu­ela Ósk Harðardótt­ir fann ástina árið 2020. Hún er í sambandi með Eiði Birgissyni kvikmyndaframleiðanda. 

Hafdís Björk Kristjánsdóttir og Sampson Eros Hampson.
Hafdís Björk Kristjánsdóttir og Sampson Eros Hampson.

Hafdís Björg og Sampson Eros

Hreysti­drottn­ing­in Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir fann ást­ina í gegn­um TikT­ok en hinn heppni heit­ir Samp­son Eros Hamp­son og er at­vinnumaður í rúgbí.

Söngkonan Bríet.
Söngkonan Bríet. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bríet og Rubin Pollock

Bríet byrjaði með Rubin Pollock úr Kaleo á árinu. Stuttu seinna gaf hún út eina vinsælustu plötu ársins þar sem hún gerði upp sambandið við fyrrverandi. 

Barði Jóhannsson fann ástina.
Barði Jóhannsson fann ástina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elísabet og Barði

Tón­listar­fólkið Elísa­bet Eyþórs­dótt­ir og Barði Jó­hanns­son opinberaði ást sína á árinu og skráði sig í samband á Facebook. 

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.

Ágúst Ólafur og Jóhanna Bryndís

Þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, byrjaði með tannlækninum Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur. 

Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson.
Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson. mbl.is/Stella Andrea

Högni og Snæfríður

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og leikkonan Snæfriður Ingvarsdóttir endurnýjuðu kynni sín á árinu en þau hættu saman um tíma. 

Eyþór Arnalds og Ástríður Jósefína Ólafsdóttir.
Eyþór Arnalds og Ástríður Jósefína Ólafsdóttir.

Eyþór Arnalds og Ástríður

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík og tón­list­armaður, og myndlistarkonan Ástríður Jósefína Ólafsdóttir opinberuðu ást sína á árinu. 

Ólafur Teitur og Kristrún Heiða

Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son, aðstoðarmaður Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð, og Kristrún Heiða Hauks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu, fundu ástina á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda