Margar íslenskar stjörnur fundu ástina árið 2020 þrátt fyrir kórónuveirufaraldur. Fólk kynntist ekki endilega á Þjóðhátíð í Eyjum, á barnum eða í ræktinni en einhvern veginn sigrar ástin alltaf eins og sést á þessum lista.
Svala og Kristján Einar
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir byrjaði með Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. Sambandið vakti mikla athygli í sumar fyrir mikinn aldursmun en parið trúlofaði sig í desember.
Manuela Ósk og Eiður
Fegurðardrottningin og áhrifavaldurinn Manuela Ósk Harðardóttir fann ástina árið 2020. Hún er í sambandi með Eiði Birgissyni kvikmyndaframleiðanda.
Hafdís Björg og Sampson Eros
Hreystidrottningin Hafdís Björg Kristjánsdóttir fann ástina í gegnum TikTok en hinn heppni heitir Sampson Eros Hampson og er atvinnumaður í rúgbí.
Bríet og Rubin Pollock
Bríet byrjaði með Rubin Pollock úr Kaleo á árinu. Stuttu seinna gaf hún út eina vinsælustu plötu ársins þar sem hún gerði upp sambandið við fyrrverandi.
Elísabet og Barði
Tónlistarfólkið Elísabet Eyþórsdóttir og Barði Jóhannsson opinberaði ást sína á árinu og skráði sig í samband á Facebook.
Ágúst Ólafur og Jóhanna Bryndís
Þingmaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, byrjaði með tannlækninum Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur.
Högni og Snæfríður
Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og leikkonan Snæfriður Ingvarsdóttir endurnýjuðu kynni sín á árinu en þau hættu saman um tíma.
Eyþór Arnalds og Ástríður
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tónlistarmaður, og myndlistarkonan Ástríður Jósefína Ólafsdóttir opinberuðu ást sína á árinu.
Ólafur Teitur og Kristrún Heiða
Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð, og Kristrún Heiða Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fundu ástina á árinu.