Langar að gifta sig á nýju ári

Margrét Eir er spennt fyrir nýju ári.
Margrét Eir er spennt fyrir nýju ári. mbl.is/Gunnar Svanberg

Söngkonan Margrét Eir Hönnudóttir hefur það náðugt þessa dagana eftir jólatörnina. Hún fékk óvænta gjöf í garðinn sinn á árinu frá manninum sem hana langar að giftast fljótlega.  

„Þegar ég var að hugsa um árið og við maðurinn minn Jökull Jörgensen vorum að ræða þetta þá sá ég það að það var fullt af góðum hlutum sem gerðust á þessu ári. Það var alls ekki allt að drukkna í kórónuveirunni. Við kláruðum plötu sem kemur út á nýju ári með hljómsveitinni okkar Thin Jim. Við gáfum út tvö lög og ég tók líka upp lagið Himintungl sem ég flutti á tónleikum hjá Friðriki Ómari, hjá Björgvini Halldórssyni og auðvitað líka á mínum eigin tónleikum sem voru rétt fyrir jólin. Lagið var að detta inn á Spotify. Það er aðeins lágstemmdara en á tónleikunum en textinn er æðislegur, eftir Jökul manninn minn, og útsetningu gerðum við í samstarfi við Daða Birgisson og Börk Hrafn Birgisson. Við fórum í frábærar ferðir í sumar. Ég átti æðislegar stundir með mínum nánustu vinum og maðurinn minn smíðaði fyrir mig jóga-, hugleiðslu- og æfingahús úti í garði. Ég kalla þetta bara nokkuð gott ár þrátt fyrir allt.“

Hafðir þú það gott um jólin?

„Það var mjög rólegt um jólin. Við vorum bara tvö á aðfangadag. Fórum í heita pottinn, horfðum á góðar bíómyndir, borðuðum góðan mat og svo var talað við vinina í gegnum símann. Ég get ekki kvartað yfir því.“

Strengir þú áramótaheit?

„Ég hef reynt það í gegnum árin. Markmið um tannþráðinn var gert í mörg ár sem gekk ekki. Ég reyni að kalla þetta frekar markmið, langtímamarkmið; það hljómar ekki sem eins mikil pressa.“

Hvað vonarðu að nýtt ár hafi í för með sér?

„Ég reyni alltaf að hugsa jákvætt inn í nýtt ár. Að sjá nýja möguleika fram undan og ný ævintýri. Ég held að þetta ár hafi verið lærdómsríkt, tími til að draga andann og hugsa lífið út frá öðrum takti. Það er svo margt við getum gert en það er ekkert gaman að geta ekki notið lífsins líka. Að finna það sem skiptir máli. Ég er svo til í að gera stórkoslega hluti á næsta ári. Líka að gifta mig. Já, allt getur gerst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda