Gunnar minnist Jónínu með hlýhug

Gunnar Þorsteinsson og Jónína Benediktsdóttir voru gift en þessi mynd …
Gunnar Þorsteinsson og Jónína Benediktsdóttir voru gift en þessi mynd var tekin 2016. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Gunnar Þorsteinsson eiginmaður Jónínu Benediktsdóttur íþróttafræðings minnist hennar í Morgunblaðinu í dag en Jónína verður jarðsungin í Digraneskirkju í dag kl. 13.00. 

„Ég kynntist Jónínu í gegnum starf hennar að heilsueflingu. Ég fór nokkrar ferðir til Póllands þar sem tókst með okkur góð vinátta sem umbreyttist í ást eftir að hagir mínir breyttust. Við urðum óaðskiljanleg og hjónaband varð niðurstaðan. Hjónaband sem við slitum aldrei. Við áttum saman stórkostlegan tíma sem mér mun ekki gleymast. Jónína var óvenjuleg og yfirburðamanneskja á mörgum sviðum. Að fá að njóta kærleika hennar, elsku, umhyggju, fræðslu og almennra samskipta voru forréttindi. 

Því miður hrönnuðust upp svört ský við sjóndeildarhringinn og vindurinn varð í fangið. En þegar á reynir má vera ljóst að ástin er sterkasta aflið í veröldinni,“ skrifar Gunnar meðal annars í minningargrein í Morgunblaðinu. 

HÉR er hægt að lesa minningargreinina í heild. 

Útförinni verður streymt hér fyrir neðan klukkan 13.00:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda