Mikið áfall að missa föður sinn allt of snemma

Kristborg Bóel Steindórsdóttir dagskrárgerðarmaður.
Kristborg Bóel Steindórsdóttir dagskrárgerðarmaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir blaðamaður og sjón­varps­kona, sem jafn­an er kölluð Bóel, prýðir forsíðu Frétta­blaðsins í dag. Í viðtali við Björk Eiðsdótt­ur tal­ar hún um sjón­varpsþætti sína um vinátt­una sem aðgengi­leg­ir eru í Sjón­varpi Sím­ans og ræðir sorg­ir og sigra. Í viðtal­inu seg­ir hún frá því þegar hún missti pabba sinn skyndi­lega en hann hafði glímt við alka­hól­isma. 

„Á mín­um upp­vaxt­ar­ár­um varð ég aldrei vitni að átök­um eða neinu ljótu, en ég ólst upp við mikla van­virkni og var mikið ein að redda mér. Það voru all­ir að gera sitt besta en pabbi var þó ekki að sinna föður­hlut­verk­inu og mamma lík­lega að flýja sín­ar aðstæður með mik­illi vinnu og lít­illi sam­veru,“ seg­ir Bóel í viðtali við Frétta­blaðið.

Hún seg­ir að sjúk­dóm­ur föður henn­ar hafi ágerst á unglings­ár­um henn­ar. 

„Við feðgin­in átt­um það sam­eig­in­legt að elska skötu svo ég plataði pabba oft til að elda hana fyr­ir mig. Þegar ég var kom­in heim til­kynnti hann mér að hann gæti ekki eldað, því hann treysti sér ekki til að setja sköt­una í út­vötn­un. Verknaður­inn að fara í frysti­kist­una, taka upp skötu­börð og setja í skúr­inga­fötu með köldu vatni var hon­um ofviða. Ég skildi þetta auðvitað ekki og þetta var fyrsta minn­ing mín um að það væri virki­lega eitt­hvað í ólagi. Og eft­ir þetta fór allt versn­andi, hann drakk meira, datt oft­ar út, flosnaði upp úr vinnu og ein­angraði sig,“ seg­ir Bóel og bæt­ir við:

„Hann fékk mikið af geðlyfj­um og tók þau ofan í áfengið. Ég man eft­ir að hafa oft hugsað þegar sím­inn hringdi að nú væri þetta búið. Jafn­vel lædd­ist að mér sú hugs­un að það yrði létt­ir fyr­ir alla. Svo líður manni hræðilega að hugsa svona, en það er staðreynd að þessi sjúk­dóm­ur heltek­ur fjöl­skyld­ur.

Á end­an­um fór svo að faðir Bóel var lagður inn á geðdeild. Þar þurfti Bóel að sinna hon­um.„Ég var þá ekki nema 19 ára en sinnti umönn­un­ar­hlut­verki gagn­vart manni sem vildi stund­um ekki sjá mig, var stund­um glaður, stund­um grát­andi og stund­um mátti ég ekki yf­ir­gefa hann,“ seg­ir Bóel.

Bóel hafði litla trú á ár­angri þegar faðir henn­ar til­kynnti hon­um að hann ætlaði í meðferð. Hon­um tókst hins veg­ar að halda sér edrú í tvö ár en þá dundu ósköp­in yfir. 

„Ég var uppi að prjóna þegar ég heyri pabba koma og hann seg­ist vera að sækja eitt­hvað. Í fram­haldi heyri ég þann hæsta dynk sem ég hef nokkru sinni heyrt. Ég rýk fram og lít niður stig­ann þar sem ég sé pabba liggja hreyf­ing­ar­laus­an. Lík­lega hef­ur hann verið á leið upp og fengið aðsvif þó við vit­um það ekki, og dottið úr tröpp­un­um beint aft­ur fyr­ir sig og fallið á hnakk­ann á stein­gólfið fyr­ir neðan. Þegar ég kom að hon­um lak blóð úr öll­um vit­um en í sömu andrá kom mamma inn með strák­inn og ég öskra á hana að koma ekki niður,“ seg­ir Bóel.

Aðkom­an eft­ir fallið var lengi greipt í huga Bó­el­ar. Það blæddi mikið inn á heila föður henn­ar og var hann flutt­ur með þyrlu á sjúkra­hús. „Við sát­um yfir hon­um í þrjár vik­ur eða þar til hann lést, aðeins 61 árs.“

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda