Leikarinn og verkefnastjóri RÚV, Rúnar Freyr Gíslason, og Guðrún Jóna Stefánsdóttir eru trúlofuð. Þau greindu frá því á Facebook í dag.
Parið er búið að vera saman í um áratug og eiga tvö börn saman. Ef það er einhver dagur góður til að játa ást sína þá er það dagurinn í dag.
Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju með ástina og ráðahaginn.