Íþróttakonan Edda Falak segist hafa bundið enda á samband hennar og áhrifavaldsins Brynjólfs Löve eftir aðeins þriggja mánaða samband. Smartland greindi frá því í gær að parið væri hætt saman.
Í story á Instagram segist Edda hafa fengið yfir 100 skilaboð í kjölfar frétta að þau væri hætt saman. „Þið þurfið ekki að senda mér fleiri samúðarkveðjur. Ég skil vel að þetta fylgir því að vera opin persóna en það er nú soldið síðan ég batt enda á samband mitt við Binna, sem stóð yfir í þrjá mánuði. Takk fyrir áhugann og takk fyrir að spyrja. Engar áhyggjur af mér að hafa elsku vinir,“ skrifaði Edda á Instagram.
Edda og Binni voru opin með samband sitt á Instagram og sýndu mikið frá ævintýrum sínum þar. Samband þeirra hlaut enn meiri athygli eftir að Binni fékk sé húðflúr með nafni Eddu eftir aðeins nokkurra vikna samband.