Tobba Marinós hefur sagt sagt upp starfi sínu sem ritstjóri DV. Hún hættir til þess að geta sinnt fyrirtæki sínu en Smartland sagði frá því á dögunum að hún væri að opna Granólabar úti á Granda.
Tobba og fjölskylda hennar hafa við góðan orðstír framleitt og selt sykurlaust granóla sem hefur fengist í matvöruverslunum landsins. Foreldrar Tobbu munu koma að veitingastaðnum ásamt henni og systur hennar.
„Matseðilinn verður samsettur af vinsælustu réttum fjölskyldunnar svo sem snickers-granólastykkjum, nicecream og hristingum. Ekkert viðbætt rugl og engar aukaafurðir. Fallegur matur fyrir alla. Við munum aldrei selja neitt (nema mögulega kaffi) sem yngsta barnið í fjölskyldunni má ekki borða,“ segir Tobba í samtali við Smartland.