Tónlistarkonan Selma Björnsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, gengu saman að eldgosinu í Geldingadölum um helgina. Parið hætti saman undir lok síðasta árs eftir um tveggja ára samband en samkvæmt heimildum Smartlands hafa þau náð saman á ný.
Parið hefur verið duglegt að ferðast saman og lét svo sannarlega ekki tækifærið til að ganga að eldgosi saman fram hjá sér fara. Selma birti mynd af Kolbeini við gosið og sömuleiðis mynd af þeim saman í story á Instagram.
Smartland óskar þeim til hamingju með að hafa fundið ástina aftur!