Finnst Instagram ógeðslegt

Vigdís Hafliðadóttir.
Vigdís Hafliðadóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vigdís Hafliðadóttir, tónlistarkona og grínisti, er í stúlknahljómsveitinni FLOTT. Hljómsveitin er áhugaverð fyrir þær sakir að textarnir eru skýrir og með skemmtilegan boðskap. Vigdís er hrifin af páskunum þar sem þeim fylgir lítið sem ekkert stress. Það þarf ekki að leita í smiðju öldunga landsins til að muna um hvað lífið snýst, ef marka má samtal við Vigdísi Hafliðadóttur um lífið og tilveruna.

Vigdís er með heimspekimenntun og þorir að segja hlutina eins og hún hugsar þá. Sjálf keppir hún við tímann í daglega lífinu og er að gera alls konar hluti sem eiga vel við hana.

„Það er mikið að gera í alls konar hlutum hjá mér í dag. Ég er að undirbúa uppistandssýningu með VHS. Er að taka upp með hljómsveitinni FLOTT. Eins bíður dúóið mitt Vísur og skvísur eftir að geta sungið vísur annars staðar en á Zoom. Mér finnst tjáning svo mikilvæg og allt sem ég geri tengist því að miðla og skapa. FLOTT leggur mikla áherslu á textana, uppistand er auðvitað frásögn og vísnasöngur gengur út á að koma fallegum texta og ljóðum til skila.“

Hvað getur þú sagt mér um hljómsveitina?

„Við erum fimm flottar stelpur í hljómsveitinni og spilum allt og semjum. Ég syng og sem textana. Við erum auðvitað nokkuð nýjar en viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en bæði lögin okkar hafa lent á Vinsældalista Rásar 2, annað lagið var svo notað í kvikmynd og hitt í auglýsingu. Við erum greinilega að vekja einhverja athygli þótt við séum ekki frægar ennþá.

Lagið „Segðu það bara“ lýsur samskiptum á netinu þar sem mögulegur ro´mantískur áhugi er fyrir hendi. Hvernig fólk á stundum erfitt með að vera heiðarlegt í slíkum samskiptum. Eða veit bara hreinlega ekki alveg hvernig því líður. Ég upplifi að fólk sé bara ekki mjög duglegt að segja það sem það er að hugsa, heldur reyni að komast hjá óþægilegum aðstæðum með því að neita að horfast í augu við þær.

Mér hefur samt alltaf fundist mikil óvirðing fólgin í því að gefa ekki skýr svör, sérstaklega ef það er kallað eftir þeim og mér finnst einfaldega illa gert að spila með tilfinningar annarra. Það er enginn eyland og hegðun manns hefur áhrif á annað fólk.“

Þar sem textinn í laginu fjallar um að vera heiðarlegur er áhugavert að vita hvort hún sé búin að leysa leyndardóminn við að fanga fólk í sambönd?

„Almennt finnst mér að það eigi bara að fanga þá sem koma sjálfviljugir og sprækir inn í netið. Annað er held ég bara orkusóun.“

Finnst Instagram ógeðslegt

Hvernig klæðirðu þig um páskana?

„Ég vil bara vera í einhverju kósí. Páskarnir eru svo næs hátíð því það fylgir þeim ekkert stress eða dagskrá. Engir pakkar, mjög fá boð – ef einhver.

Þá sé ég ekki ástæðu til þess að vera í neinu öðru en náttfötum eða föðurlandi.“

Stundarðu útivist?

„Sem barn var ég oft á skíðum um páskana, þannig að í menntaskóla og háskóla vildi ég nota fríið til að byrja að lesa fyrir próf. Þetta eru fyrstu páskarnir frá því að ég var smábarn sem ég er ekki í skóla þannig að hver veit nema ég skelli mér í fjallgöngu.“

Hvað gerir þú ekki sem margir á þínum aldri gera?

„Ég er ekki á Instagram. Ég er örugglega að missa af einhverjum tækifærum vegna þess og hef fengið ráðleggingar um að byrja á þeim samfélagsmiðli til að vekja meiri athygli á mér og því sem ég er að gera.

Hins vegar finnst mér Instagram bara frekar ógeðslegur miðill sem ýtir undir hégóma, vanlíðan, minnimáttarkennd og fleiri lesti. Mig langar bara ekki að taka þátt í því, jafnvel þó það valdi því að ég fái minna að gera.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda