Viðbrögð konungsfjölskyldunnar

Guðný Ósk Laxdal skrifaði lokaritgerð um bresku konungsfjölskylduna.
Guðný Ósk Laxdal skrifaði lokaritgerð um bresku konungsfjölskylduna. mb.is/Eggert Jóhannesson

„Fil­ipp­us prins lést síðastliðin föstu­dag. Í til­kynn­ingu frá Buck­ing­ham­höll lýsti Elísa­bet yfir missi sín­um og sagði að hann hefði dáið friðsam­lega. Við tek­ur átta daga sorg­ar­tími fyr­ir drottn­ing­una og Bret­land allt, eng­in ný lög geta fengið kon­ung­legt samþykki á þess­um tíma og hafa stjórn­mála­menn um allt kon­ungs­ríkið dregið sig í hlé. Kon­ungs­fjöl­skyld­an sjálf virðir 30 daga sorg­ar­tíma, þar sem þau klæðast ein­ung­is svört­um klæðnaði þegar þau koma fram op­in­ber­lega og sinna bara allra nauðsyn­leg­ustu skyld­um. Við mun­um sjá lítið af þeim næsta mánuðinn,“ seg­ir Guðný Ósk Lax­dal sér­fræðing­ur í bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni í nýj­um pistli á Smartlandi: 

All­ir sam­fé­lags­miðlar kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar hafa verið tekn­ir í gegn, og er svart þemað. Mynd af Fil­ipp­usi er opnu­mynd­in, og viðeig­andi skjald­ar­merki notað í stað mynda af meðlim­um kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar sem forsíðumynd. Opnuð hef­ur verið minn­ing­ar­bók á vef kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar sem all­ir geta skrifað í. Starfs­fólk mun velja kveðjur sem verða sýnd­ar meðlim­um fjöl­skyld­unn­ar. 

Vefsíður góðgerðarsjóða her­toga­hjón­anna af Cambridge og einnig vef­ur her­toga­hjón­anna af Sus­sex, Archewell, hafa sett upp minn­ing­arkveðju um prins­inn. Á vefsíðu Archewell er bara kveðjan, búið er að fjar­læga all­ar aðrar upp­lýs­ing­ar tíma­bundið.

Síðan Fil­ipp­us lést á föstu­dag­inn virðast börn Elísa­bet­ar taka vakt­ir með móður sinni. Karl sást fara frá Windsor-kast­ala á föstu­dag­inn, Edw­ard og Sophie voru þar á laug­ar­dags­morg­un, Andrew seinnipart laug­ar­dags og Anna prins­essa eyddi laug­ar­dags­kvöld­inu í Windsor-kast­ala ásamt eig­in­manni sín­um, Timot­hy Lawrence.

Ekki hef­ur mikið heyrst frá þeim op­in­ber­lega; Karl hélt ræðu þar sem hann minnt­ist föður síns og birti á sam­fé­lags­miðlum á laug­ar­dag. Talaði hann þá um föður sinn sem „my dear papa“. Andrew, Edw­ard og Sophie hafa öll talað um að drottn­ing­in standi sig vel þegar þau hafa hitt al­menn­ing eða fjöl­miðla yfir helg­ina, en nefna að and­lát Fil­ippus­ar skilji eft­ir mikið tóma­rúm í lífi henn­ar. Sophie, eig­in­kona Edw­ards, nefndi í sam­tali að Fil­ipp­us hefði dáið mjög friðsam­lega.

Viðtöl hafa verið sýnd hjá BBC og ITV þar sem börn Fil­ippus­ar minn­ast föður síns. Flest­ir taka ef­laust eft­ir því að í viðtöl­un­um tala þau um föður sinn í þátíð, en viðtöl­in hafa verið tek­in upp fyr­ir­fram, sum­ir hlut­ar af viðtöl­un­um virðast vera allt frá 2011. 

Elísa­bet drottn­ing er stóísk, og eins og Fil­ipp­us legg­ur hún mikla áherslu á skyldu fram­ar ein­stak­lings­hags­mun­um. Um leið og átta daga sorg­ar­tími henn­ar er liðinn á fólk von á að hún taki aft­ur upp sín venju­legu störf og sinni hlut­verki sínu sem drottn­ing. Við mun­um þó lítið sjá hana op­in­ber­lega á næstu mánuðum, og ekki í sín­um venju­lega lit­ríka klæðnaði. Jafn­vel gæt­um við séð hana klæðast svörtu í lengri tíma en ætl­ast er til, ekki ólíkt því sem Vikt­oría drottn­ing gerði eft­ir að hún missti eig­in­mann sinn, en hún klædd­ist ein­ung­is svörtu í þau 40 ár sem hún var ekkja.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda