Rúrik fylgir með Playboy

Rúrik Gíslason prýðir forsíðu fylgirits Playboy í Þýskalandi.
Rúrik Gíslason prýðir forsíðu fylgirits Playboy í Þýskalandi. Samsett mynd

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Rúrik Gísla­son prýðir forsíðu fylgi­tíma­rits Play­boy í Þýskalandi. Í fylgi­tíma­rit­inu Essentials er lögð áhersla á tísku og er Rúrik í viðtali auk þess sem hann sit­ur fyr­ir á mynd­um. 

Rúrik er ekki síður þekkt­ur fyr­ir flotta fram­komu en frammistöðu á vell­in­um. Í rit­stjórn­arp­istli Essentials er til að mynda rifjað upp hvernig Rúrik heillaði kon­ur víða um heim á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu 2018. Í viðtal­inu ræðir Rúrik um tísku og fer­il­inn eft­ir að hann lagði skóna á hill­una. 

Rúrik sinn­ir nú fyr­ir­sætu­störf­um, gef­ur út tónlist og síðast en ekki síst er hann orðinn súper­stjarna í Þýskalandi eft­ir frammistöðu sína í þætt­in­um Let's Dance í Þýskalandi.

Mynd­irn­ar af Rúrik eru ekki sér­stak­lega svæsn­ar miðað við forsíðu Play­boy en hana prýðir Hayley Hassel­hoff, dótt­ir Dav­ids Hassel­hoffs. Dans­fé­lagi Rúriks í þætt­in­um Let's Dance í Þýskalandi sat fyr­ir í þýska Play­boy í síðasta mánuði. Renata var tölu­vert fá­klædd­ari en Rúrik. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Renata Lus­in (@renata_lus­in)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda