Rúrik fylgir með Playboy

Rúrik Gíslason prýðir forsíðu fylgirits Playboy í Þýskalandi.
Rúrik Gíslason prýðir forsíðu fylgirits Playboy í Þýskalandi. Samsett mynd

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason prýðir forsíðu fylgitímarits Playboy í Þýskalandi. Í fylgitímaritinu Essentials er lögð áhersla á tísku og er Rúrik í viðtali auk þess sem hann situr fyrir á myndum. 

Rúrik er ekki síður þekktur fyrir flotta framkomu en frammistöðu á vellinum. Í ritstjórnarpistli Essentials er til að mynda rifjað upp hvernig Rúrik heillaði konur víða um heim á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu 2018. Í viðtalinu ræðir Rúrik um tísku og ferilinn eftir að hann lagði skóna á hilluna. 

Rúrik sinnir nú fyrirsætustörfum, gefur út tónlist og síðast en ekki síst er hann orðinn súperstjarna í Þýskalandi eftir frammistöðu sína í þættinum Let's Dance í Þýskalandi.

Myndirnar af Rúrik eru ekki sérstaklega svæsnar miðað við forsíðu Playboy en hana prýðir Hayley Hasselhoff, dóttir Davids Hasselhoffs. Dansfélagi Rúriks í þættinum Let's Dance í Þýskalandi sat fyrir í þýska Playboy í síðasta mánuði. Renata var töluvert fáklæddari en Rúrik. 

View this post on Instagram

A post shared by Renata Lusin (@renata_lusin)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda