Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er komin með nýjan mann upp á arminn en sá heppni heitir Alex Jallow. Parið sást meðal annars njóta sumarblíðunnar saman á Kaffi Vest í gær. DV greindi fyrst frá sambandi þeirra en þau eru sögð hafa sést saman úti að borða að undanförnu.
Heimildir Smartlands herma að Alex hafi strokið bak Bjarkar á veitingastaðnum í gær. Alex, sem er frá Gambíu, er kokkur og eigandi veitingastaðarins Ogolúgó á Laugavegi 85. Alex stóð fyrir styrktarkvöldi í fyrra og mætti Eliza Reid forsetafrú.