Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur verið lagður inn á geðdeild. Lögmaður hans, Saga Ýrr Jónsdóttir, greindi frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meintra ofbeldisbrota.
Saga sagði málið vera komið í réttan farveg og að nú þegar kærurnar væru komnar fram gæti hann tekið til varna.
Sögusagnir voru á kreiki síðustu helgi um að Sölvi hefði beitt konu ofbeldi. Á mánudag steig Sölvi fram og sagðist saklaus. Á þriðjudag birti hann svo viðtal við sjálfan sig með fulltingi lögmanns síns þar sem hann fór ofan í kjölinn á sögusögnunum.
Í gær lögðu konurnar svo fram kæru. Samfélagsmiðlar hafa logað undanfarna daga og segist lögmaður hans vera fegin því að hann sé kominn inn á geðdeild.
„Hann er alveg búinn. Það er ekkert grín þegar kommentakerfið glóir ... þegar skilaboðin dynja [...] Þetta bara tekur á,“ sagði Saga.