Hugleikur er kominn á fast

Hugleikur Dagsson
Hugleikur Dagsson ljósmynd/Dóra Dúna

Listamaðurinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem eru nýtt par samkvæmt samfélagsmiðlum og heimildum mbl.is. Hugleikur skrifaði ástarjátningu til hennar á Instagram þegar hann birti mynd af henni í tilefni af afmæli Karenar.

Hulli opinberar ást sína til Karenar Briem á afmælisdaginn hennar.
Hulli opinberar ást sína til Karenar Briem á afmælisdaginn hennar. Skjáskot/Instagram

Hugleikur, eða Hulli, er ókrýndur prins íslenskra teiknimyndasagna. Hann hefur gefið út fjölmargar bækur ásamt öðrum varningi tengdum skopteikningunum hans. Forseti Íslands mætti í bólusetningu í bol hönnuðum af Hulla. Hann er einnig einn af okkur færustu handritshöfundum og var einn af handritshöfunum Áramótaskaupsins 2020.

Bólusettur Guðni í bol eftir Hugleik
Bólusettur Guðni í bol eftir Hugleik mbl.is/Kristinn Magnússon

Karen Briem er einn af okkar færustu búningahönnuðum. Hún hefur starfað sem búningahönnuður Þjóðleikhússins, hannaði búninga Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2019 og komið að fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta hér á landi og erlendis.

Karen Briem og Andri Unnarsson búningahönnuðir Hatara.
Karen Briem og Andri Unnarsson búningahönnuðir Hatara. Ljósmynd/facebook

Smartlandið óskar parinu innilega til hamingju með ástina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda