Margrét Eir og Jökull létu pússa sig saman

Jökull Jörgenssen og Margrét Eir Hönnudóttir gengu í hjónaband um …
Jökull Jörgenssen og Margrét Eir Hönnudóttir gengu í hjónaband um helgina. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Margrét Eir Hönnudóttir gekk að eiga unnusta sinn, Jökul Jörgensen, á laugardaginn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Margt þekkt listafólk var viðstatt þegar Margrét og Jökull létu pússa sig saman og mikið var sungið í athöfninni. 

Á meðal gesta var tónlistarfólkið Selma Björnsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson. Hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson sá um hárið á brúðinni auk þess sem hann var gestur. Einkaþjálfarinn Yesmine Olsson var einnig viðstödd. 

Það var mikið sungið og dansað. Danshöfundurinn Birna Björnsdóttir samdi dans fyrir brúðarmeyjarnar og Margrét Eir kom inn kirkjugólfið í miklu stuði. Það var einnig mikið sungið í veislunni, sem tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar stjórnaði í dragi. 

Smartland óskar hjónunum til hamingju með brúðkaupið. 

View this post on Instagram

A post shared by Margrét Eir (@margreteir)

View this post on Instagram

A post shared by Friðrik Ómar (@fromarinn)

View this post on Instagram

A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns)

View this post on Instagram

A post shared by Sigga Eyrun (@siggaeyrun)





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda