Breski sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay mun heimsækja klúbbinn Bankastræti í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Heimildir mbl.is herma að kokkurinn sé búinn að panta flöskuborð á hinum nýopnaða stað við Bankastræti 5.
Mbl.is greindi frá því í gærkvöldi að Ramsay væri kominn til landsins, en til hans sást á veitingastaðnum Sushi Social og einnig á vinstúkunni Tíu sopum. Ramsay er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað til lands margoft, meðal annars til að stunda laxveiði og taka upp sjónvarpsþætti.
Bankastræti hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga en staðurinn var opnaður 2. júlí síðastliðinn. Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir stendur í brúnni á Bankastræti en hún var einmitt á karnivali Sushi Social í gærkvöldi, líkt og Ramsay.