Ramsay með flöskuborð á Bankastræti í kvöld

Gordon Ramsay verður á Bankastræti í kvöld samkvæmt heimildum mbl.is.
Gordon Ramsay verður á Bankastræti í kvöld samkvæmt heimildum mbl.is. AFP

Breski sjón­varp­s­kokk­ur­inn Gor­don Ramsay mun heim­sækja klúbb­inn Banka­stræti í miðborg Reykja­vík­ur í kvöld. Heim­ild­ir mbl.is herma að kokk­ur­inn sé bú­inn að panta flösku­borð á hinum nýopnaða stað við Banka­stræti 5. 

Mbl.is greindi frá því í gær­kvöldi að Ramsay væri kom­inn til lands­ins, en til hans sást á veit­ingastaðnum Sus­hi Social og einnig á vin­stúk­unni Tíu sop­um. Ramsay er mik­ill Íslands­vin­ur og hef­ur komið hingað til lands margoft, meðal ann­ars til að stunda laxveiði og taka upp sjón­varpsþætti. 

Banka­stræti hef­ur farið mik­inn á sam­fé­lags­miðlum und­an­farna daga en staður­inn var opnaður 2. júlí síðastliðinn. At­hafna­kon­an Birgitta Líf Björns­dótt­ir stend­ur í brúnni á Banka­stræti en hún var ein­mitt á karni­vali Sus­hi Social í gær­kvöldi, líkt og Ramsay. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda