Ekki nógu merkileg fyrir Vilhjálm og Katrínu

Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, segir að hún hafi sennilega …
Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, segir að hún hafi sennilega ekki talist nógu merkileg til að fá boð í brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju árið 2011. AFP

Rithöfundinum Söruh Ferguson var ekki boðið í brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju árið 2011. Ferguson segir að hún hafi kannski ekki þótt nógu merkileg en nógu merkileg var hún til þess að vera boðið í brúðkaup bróður Vilhjálms, Harrys Bretaprins, og Meghan hertogaynju árið 2018.

Í nýju viðtali við Town and Country segir Ferguson að hún hafi farið til Taílands til að vera í burtu frá öllum hátíðahöldunum í kringum brúðkaup ríkisarfans. „Ég held ég hafi ekki þótt nógu merkileg til að vera boðið í brúðkaupið. Ég fór bara til Taílands til að vera í burtu frá öllu þessu og halda heilsunni,“ sagði Ferguson. 

Brúðkaupið fór fram stuttu eftir að myndband var birt af Ferguson þar sem hún lofaði blaðamanni hjá News of the World viðtali um fyrrverandi eiginmann sinn Andrés Bretaprins fyrir 700 þúsund bandaríkjadali. 

Ferguson var gift prinsinum frá 1986 til 1996 og eiga þau saman dæturnar Beatrice og Eugenie prinsessur. 

Árið 2018 var Ferguson í brúðkaupi Harrys Bretaprins og er Ferguson þeim afar þakklát fyrir boðið, þrátt fyrir að það hafi tekið á taugarnar.

Sarah Ferguson.
Sarah Ferguson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál