Katrín Tanja í sambandi með íshokkíkappa

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich eru nýtt par.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich eru nýtt par. Samsett mynd

Cross­fit­stjarn­an Katrín Tanja Davíðsdótt­ir og fyrr­ver­andi ís­hok­kí­leikmaður­inn Brooks Laich eru nýtt par að sögn banda­ríska fjöl­miðils­ins People. Parið flaug sam­an út til Havaí fyrr í vik­unni en þau sáust kyss­ast þegar Katrín Tanja lauk keppni á heims­leik­un­um í cross­fit á sunnu­dag. 

Laich er 38 ára gam­all og á yfir 750 keppn­is­leikni í ís­hokkíi að baki. Hann var gift­ur leik- og söng­kon­unni Ju­li­anne Hough frá 2017 til 2020, en þau til­kynntu skilnað sinn í maí 2020. 

Katrín Tanja og Laich kysstust eftir að hún lauk keppni …
Katrín Tanja og Laich kysst­ust eft­ir að hún lauk keppni á heims­leik­un­um í Cross­fit. Skjá­skot/​YouTu­be

Laich hef­ur birt fjölda mynda af Katrínu á in­sta­gramsíðu sinni og fer fögr­um orðum um hana und­ir mynd­un­um, sem og í at­huga­semd­um á síðu henn­ar. 

Katrín og Laich dvelja nú á Four Sea­sons-hót­el­inu á Huala­lai á Havaí og deildu bæði mynd af morg­un­matn­um sín­um í gær­morg­un.

Katrín Tanja og Brooks Laich snæddu morgunverð saman á Four …
Katrín Tanja og Brooks Laich snæddu morg­un­verð sam­an á Four Sea­sons hót­el­inu á Huala­lai. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda