Katrín Tanja og Laich opinbera sambandið

Brooks Laich og Katrín Tanja Davíðsdóttir nutu í sólinni á …
Brooks Laich og Katrín Tanja Davíðsdóttir nutu í sólinni á Havaí. Skjáskot/Instagram

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og íshokkíkappinn Brooks Laich opinberuðu samband sitt á Instagram-reikningum sínum í gær, sunnudag. Bæði birtu þau mynd af sér saman úr nýafstaðinni Havaí-ferð sinni. 

„Lífið er betra með tveimur kókoshnetum og þessari uppáhaldsmanneskju minni,“ skrifaði Katrín Tanja við mynd af þeim tveimur að drekkar úr kókoshnetum. 

Greint var frá því í síðustu viku að Katrín Tanja og Laich væru í sambandi. Parið sást kyssast í lok Heimsleikanna í crossfit á sunnudag fyrir viku og flugu þau svo saman í í frí til Havaí. Þá birtu þau myndir hvort af öðru á samfélagsmiðlum sínum en ekki fyrr en nú birtu þau mynd af sér saman. 

Laich birti fallega mynd af þeim ganga til móts við hvort annað. „Ég skal ganga þína leið, þú gengur mína leið,“ skrifaði Laich undir myndina og vísaði þar í kántrílagið Meet in the Middle eftir Diamond Rio frá 1991.

Laich var áður kvæntur leikkonunni Julianne Hough en þau skildu vorið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda