Leikarinn og dagskrárgerðarmaðurinn Gunnar Hansson og Hiroko Ara gengu í hjónaband á laugardaginn. Gunnar og Hiroko trúlofuðu sig í september á síðasta ári og hafa nú innsiglað samband sitt.
Gunnar er hvað þekktastur fyrir túlkun sína á persónunni Frímanni Gunnarssyni og hefur farið á kostum í þáttunum Smáborgarasýn Frímanns sem sýndir voru á Rúv.
Hiroko er fædd og uppalin í Japan en hefur búið á Íslandi í yfir 20 ár. Hún er ljósmyndari og kokkur.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!