Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason er tekjuhæstur áhrifavalda, samfélagsmiðlastjarna og fólks í fréttum samkvæmt Tekjublaði DV sem kom út í dag. Er Guðmundur skráður með 1.221.368 krónur í mánaðartekjur að meðaltali á síðasta ári.
Brimbrettakappinn og áhrifavaldurinn Heiðar Logi Elíasson var með mánaðartekjur upp á 1.070.533 krónur á síðasta ári og er næst tekjuhæstur í flokknum.
Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og framkvæmdastjóri, var með rúmlega eina milljón á mánuði á síðasta ári.
Fjórða á listanum er baráttukonan og félagsráðgjafinn Tara Margrét Vilhjálmsdóttir með skráðar tekur 972.556 á mánuði.
Á listanum er einnig að finna Rúrik Gíslason, fyrrum fótboltakappa, en hann var með mánaðartekjur upp á 858 þúsund á síðasta ári.
Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur og kærasta Guðmunds Birkis, var með skráðar 413.720 krónur á mánuði. Camilla Rut Rúnarsdóttir, vinkona Línu og áhrifavaldur var með örlítið hærri tekjur, eða 424 þúsund á mánuði.