Viðskiptafræðingurinn Andrea Röfn Jónasdóttir og landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason eru búin að gifta sig. Parið en nú í skráð í hjónaband samkvæmt Þjóðskrá Íslands en hafa þau ekki greint frá hjónabandinu opinberlega.
Arnór á að baki 40 leiki með karlalandsliði Íslands í fótbolta og fór með liðinu á bæði Evrópumeistaramótið í Frakklandi árið 2016 og Heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. Andrea Röfn er ein af þekktustu tískubloggurum landsins og hún skrifar á Trendnet.is. Þá hefur nú líka unnið sem fyrirsæta og hannað skólínu.
Andrea og Arnór hafa verið saman síðan árið 2017 og eiga eina dóttur saman, Aþenu Röfn. Þau hafa ferðast um heiminn saman og búið saman í útlöndum. Parið bjó um tíma í Svíþjóð þegar Arnór Ingvi spilaði með liði Malmö FF og þar á undan bjuggu þau í Grikklandi.
Í mars á þessu ári skrifaði Arnór undir samning við bandaríska liðið New England Revolution og fluttu þau fjölskyldan vestur um haf í sumar. Þau eru nú búsett í Boston.
Smartland óskar þeim til hamingju!