Dóra Jóhannsdóttir leikkona fór á skeljarnar á spunasýningu Improv Íslands og bað kærasta síns, Egils Egilssonar flugmanns. Dóra og Egill tilkynntu formlega um samband sitt í lok ágúst þegar þau skráðu sig í samband á Facebook.
„Egill, viltu giftast mér?“ sagði Dóra á sviðinu að því fram kemur á Instagram-síðu spunaleikhópsins. Samstarfsmenn Dóru vissu ekkert um fyriráætlanir hennar né Egill og alls ekki áhorfendur í Þjóðleikhúskjallaranum. Í myndskeiði má sjá Egil fara upp á svið til Dóru og faðma og kyssa eftir bónorðið.
Smartland óskar þeim til hamingju með ástina en hér fyrir neðan má sjá Dóru biðja Egils á spunasýningunni.