Kynntust í meðferð á Vogi

Sara Linneth og Herra hnetusmjör ræddu um hvernig þau kynntust …
Sara Linneth og Herra hnetusmjör ræddu um hvernig þau kynntust í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör, sem réttu nafni heitir Árni Páll Árnason, og kærasta hans og barnsmóðir Sara Linneth Castañeda kynntust þegar þau voru bæði í meðferð á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016. Herra hnetusmjör og Sara voru vöruð við því að taka upp ástarsamband á Vogi en þau hlustuðu ekki á varnaðarorðin. Í dag eru þau bæði edrú og eiga von á sínu öðru barni saman. 

Herra hnetusmjör og Sara voru gestir í hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem Ásgrímur Geir Logason stýrir.

Herra hnetusmjör skaust upp á stjörnuhiminn árið 2014 þá aðeins 18 ára gamall. Hann er einn vinsælasti tónlistarmaður og rappar á Íslandi í dag. Hann er með mörg járn í eldinum um þessar mundir en á síðasta ári opnaði hann skemmtistaðinn 203 í miðbæ Reykjavíkur og fyrr á þessu ári opnaði hann nikótínvöruverslunina Vörina í Kópavogi.

Herra hnetusmjör og Sara eignuðust sitt fyrsta barn, soninn Björgvin Úlf, árið 2020 og nú er lítill drengur væntanlegur í janúar á næsta ári. 

Laug að lækninum

„Hefurður heyrt um afeitrunarmiðstöðina Vog?,“ sagði Herra hnetusmjör þegar Ásgrímur spyr hvernig þau kynntust. „Maður var bara búinn að keyra sig í kaf og kominn í sloppinn og bjóst ekkert endilega við því að finna ástina þar,“ sagði Herra hnetusmjör. 

Sara skýtur inn í að þau hafi bæði verið á versta stað í lífi sínu á þeim tíma, en á sama tíma þeim besta. Þar höfðu þau hlustað á fyrirlestra um að það væri ekki árangursríkt að finna ástina á Vogi. 

„Yfirleitt ferðu á einhver niðurtröppunarlyf á Vogi, sem ég reyndar fór ekki á, af því ég laug að yfirlækninum á Vogi að ég hefði ekki verið á neinu öðru en áfengi. Ég veit ekki alveg, ég var mjög mikið í því að ljúga. Þetta lyf heitir Librium og það er talað um Librium love. Því maður verður svolítið ruglaður á því,“ sagði Herra hnetusmjör.

„Já ég var einmitt þannig. Ég bara ætlaði að eiga þennan mann,“ sagði Sara. „En við erum eitt af fáum dæmum þar semþetta gengur upp,“ sagði Herra hnetusmjör.

Þau segja að rannsóknir sýni að í 99% tilfella gangi sambönd sem urðu til á meðferðarstofununum ekki upp. 

Herra hnetusmjör og Sara tóku þó edrúmennskunni alvarlega og þó þau hafi verið í sambandi hafi þeim gengi vel að vinna í sjálfum sér hvort í sínu lagi. Þau hafi ekki verið orðin háð hvort öðru í edrúmennskunni á þessu tímabili og það hafi kannski verið lykillinn.

Í þættinum ræða þau ítarlega um samband sitt og feril Herra hnetusmjörs. Hlusta má á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda