Skúli komst í gegnum áfallið með hjálp Grímu

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skúli Mo­gensen fyrr­ver­andi for­stjóri Wow air prýðir forsíðu Frétta­blaðsins í dag. Í ein­lægu viðtali seg­ir hann frá eig­in líðan þegar fyr­ir­tæki hans, Wow air, varð gjaldþrota. Hann seg­ist hafa upp­lifað mikla sorg og fannst hann einskis nýt­ur. 

„Eft­ir á að hyggja hefði ég átt að leita mér aðstoðar. Reiðin og sorg­in tók­ust heift­ar­lega á í hausn­um á mér. Eft­ir alla upp­bygg­ing­una fannst mér ég vera einskis nýt­ur.

Mér fannst ég líka hafa brugðist svo mörg­um, starfs­fé­lög­un­um sem höfðu lagt nótt við dag til að byggja upp fé­lagið með mér, öll­um fjár­fest­un­um, vin­un­um, fjöl­skyld­unni og nýrri konu, henni Grímu minni sem ég hafði kynnst þegar allt lék í lyndi, en þegar þung­lyndið sótti hvað harðast að mér bauð ég henni að fara frá mér, þetta væri ekki ferðalagið sem ég hafði ætlað henni með mér. Ég var and­lega og lík­am­lega gjaldþrota,“ seg­ir Skúli. 

Hann seg­ist hafa boðið Grímu að yf­ir­gefa sig en það hafi hún ekki gert. 

„Hún hef­ur verið ótrú­lega sterk og staðið við hlið mér eins og klett­ur. Ég er óend­an­lega þakk­lát­ur fyr­ir henn­ar stuðning og ást, að ekki sé talað um strák­ana okk­ar tvo sem við eig­um núna sam­an, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargaml­an bróður hans.“

Skúli seg­ist líka vera þakk­lát­ur fyr­ir að eiga góða fjöl­skyldu. 

„Mamma og pabbi, Anna Skúla­dótt­ir og Brynj­ólf­ur Mo­gensen, hafa stutt mig í einu og öllu – og það er fyr­ir þeirra til­stilli að Hvamms­vík­in er enn þá í eigu fjöl­skyld­unn­ar, en svo má nefna börn­in mín þrjú með fyrr­ver­andi eig­in­konu, þau Ásgeir, Önnu Sif og Telmu, sem öll eru föður­betr­ung­ar og full­ir þátt­tak­end­ur í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu sem er mér ákaf­lega dýr­mætt. Þá hef­ur Mar­grét, mín fyrr­ver­andi, reynst okk­ur mjög vel í þess­ari erfiðu veg­ferð, sem ég er æv­in­lega þakk­lát­ur fyr­ir, enda langt í frá sjálf­gefið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda