Skúli komst í gegnum áfallið með hjálp Grímu

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri Wow air prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í einlægu viðtali segir hann frá eigin líðan þegar fyrirtæki hans, Wow air, varð gjaldþrota. Hann segist hafa upplifað mikla sorg og fannst hann einskis nýtur. 

„Eftir á að hyggja hefði ég átt að leita mér aðstoðar. Reiðin og sorgin tókust heiftarlega á í hausnum á mér. Eftir alla uppbygginguna fannst mér ég vera einskis nýtur.

Mér fannst ég líka hafa brugðist svo mörgum, starfsfélögunum sem höfðu lagt nótt við dag til að byggja upp félagið með mér, öllum fjárfestunum, vinunum, fjölskyldunni og nýrri konu, henni Grímu minni sem ég hafði kynnst þegar allt lék í lyndi, en þegar þunglyndið sótti hvað harðast að mér bauð ég henni að fara frá mér, þetta væri ekki ferðalagið sem ég hafði ætlað henni með mér. Ég var andlega og líkamlega gjaldþrota,“ segir Skúli. 

Hann segist hafa boðið Grímu að yfirgefa sig en það hafi hún ekki gert. 

„Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans.“

Skúli segist líka vera þakklátur fyrir að eiga góða fjölskyldu. 

„Mamma og pabbi, Anna Skúladóttir og Brynjólfur Mogensen, hafa stutt mig í einu og öllu – og það er fyrir þeirra tilstilli að Hvammsvíkin er enn þá í eigu fjölskyldunnar, en svo má nefna börnin mín þrjú með fyrrverandi eiginkonu, þau Ásgeir, Önnu Sif og Telmu, sem öll eru föðurbetrungar og fullir þátttakendur í fjölskyldufyrirtækinu sem er mér ákaflega dýrmætt. Þá hefur Margrét, mín fyrrverandi, reynst okkur mjög vel í þessari erfiðu vegferð, sem ég er ævinlega þakklátur fyrir, enda langt í frá sjálfgefið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda