„Tunga hennar vissi nákvæmlega hvernig ætti að gæla við varir mínar“

Danis Graversis/Unsplash

Bókin Fíkn eftir Rann­veigu Borg Sig­urðardótt­ur er að vekja mikla lukku þessa dagana. Bókin er rétt komin úr prentun og fær góða dóma lesenda sem segja skáldsöguna slá nýjan og djarfan tón sem mun hrista upp í jólabókaflóðinu á þessu ári. Bók­in fjall­ar um líf Ell­erts sem um­turn­ast þegar hann heill­ast af mynd­list­ar­kon­unni Freyju Negroni, sem hef­ur ný­lega snúið heim frá Ítal­íu eft­ir erfiðan skilnað. Hann reyn­ir að fylgja Freyju eft­ir í tryll­ings­legri rúss­íbanareið þar sem fíkn er yfir og allt um kring. Villt kyn­líf og vímu­gjaf­ar virðast aldrei langt und­an. Lyg­arn­ar og svik­in vinda upp á sig.

Rannveig Borg Sigurðardóttir.
Rannveig Borg Sigurðardóttir. Ljósmynd/Ásta Kristjáns

Rann­veig, sem bú­sett er í Sviss, hef­ur und­an­farið lagt stund á meist­ara­nám í fíkni­fræðum við King's Col­l­e­ge í Lund­ún­um og hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli fyr­ir skrif sín um ýms­ar hliðar fíkn­ar.

Hér fyrir neðan er kafli úr bókinni sem fjallar um fyrstu ástarferð þeirra Ellert og Freyju til Parísar. 

FREYJA

Við höfðum gleymt að borða. Klukkan var að ganga fimm og Elli var orðinn svangur. Við klæddum okkur og röltum út. Mér fannst ég vera komin heim – kannski af því að það var sól og ég gat farið í kjól og opna skó. Mér fannst Ísland hafa verið grátt og dimmt mánuðum saman.

Elli tók strax í höndina á mér til að leiða mig. Mér fannst þetta fullmikið, að strolla um götur Parísar eins og par, og greip fyrsta tækifæri til að kippa hendinni til baka og benda á æðislega blómabúð.

  • Geggjuð blómabúð.

Elli tók því sem ábendingu, hljóp inn og keypti fallega, stóra bleika rós. Yndislega hallærislega krúttlegur. Karlmenn sem þorðu að gefa blóm fengu stig. @Elli douze points. Ég var komin með frábæra afsökun til að halda ekki í höndina á honum, hélt á rósinni í annarri hendi og handtöskunni í hinni.

  • Ég ætla að stoppa hérna hjá blaðasalanum og kaupa dagblað. Á ég að spyrja um dagblað eða tímarit á ítölsku fyrir þig?
  • Nei, takk.

Við vorum að fara út að borða og mér fannst þessi uppákoma frekar fyndin. Elli varð að kaupa dagblað á frönsku fyrir framan mig. Það gekk brösuglega en hafðist að lokum. 

Við komum inn á veitingastað með rauðköflóttum dúkum, þjónarnir voru í hvítri skyrtu og svörtu vesti. Okkar var vísað til borðs við gluggann.

  • Viltu kannski frekar sitja úti? spurði Elli.
  • Nei, það verður fljótt of kalt, er það ekki?

Þegar þjónninn sá Ella með dagblaðið byrjaði hann að tala við hann eins og hann væri Frakki. Elli krútt skildi greinilega varla orð. Ég ákvað að móðga hann ekki og spyrja af hverju hann talaði ekki bara ensku við þjóninn.

  • Mér finnst ágætt að fá mér geitaostssalat í forrétt, sagði Elli, má bjóða þér þannig líka?
  • Nei, mér finnst ullarbragð af geitaosti. Mig langar bara í góða samloku.
  • Með eggi eða ekki? Frakkar finna fín nöfn yfir allan mat. Croque monsieur er fágað nafn yfir samloku með skinku og osti. Svo kalla þeir sömu samloku croque madame ef eggi hefur verið bætt ofan á.
  • Haha, snilld. Hljómar miklu betur. En nei, ég vil ekki egg.

Ella tókst að panta salat með geitaosti og tvær samlokur án nokkurra vandkvæða, síðan varð hann sprenghlægilegur við að reyna að panta handa okkur rauðvín. Þjónninn skildi augljóslega ekki hvað Elli vildi.

Du ver du vín rúsj – brúj sí vú lave, endurtók Elli aftur og aftur og orðinn nokkuð pirraður og rauður í framan.

  • Hroki í þessum Frökkum stundum. Þeir þykjast ekki skilja mig. 

Þá allt í einu var eins og ljósapera birtist fyrir ofan þjóninn þegar Elli benti á nafnið á víninu á matseðlinum.

  • Ah, vous voulez du vin – deux verres de brouilly?

Elli varð vandræðalegur eins og og hann skammaðist sín. Hann var þó pínu sjarmerandi aulalegur að reyna að sýnast fyrir mér.

  • Það er bara framburðurinn á víni hjá mér, þeir segja eiginlega bara va með nefinu.
  • Mér finnst æði að þú getir yfirhöfuð bjargað þér á frönsku. Og mjög sexí. Eins og þú ert.

Elli roðnaði.

  • Elli, við verðum að halda upp á að vera hér saman. Hvernig segir maður flaska af kampavíni á frönsku?
  • Bouteille de champagne,svaraði Elli eins og lítill stoltur strákur sem hafði skorað mark í fótbolta. Hann kallaði á þjóninn og pantaði flösku af kampavíni og sagði svo:
  • Ég þekki illa kampavín og finn engan mun á kampavíni, prosecco eða cava til dæmis. Þetta segir maður þó ekki við Frakka.

Nei, eða segir bara alls ekki hugsaði ég, en svaraði:

  • Nei, líklega er það betra.

Við héldum beint aftur á hótelið eftir matinn, en mig langaði í gott grappa, helst Nonino.

  • Elli, komdu á barinn. Mig langar að vita hvor þeir eiga grappa Nonino.
  • Grappa hvað?

Hvernig var hægt að þekkja ekki grappa? Við settumst á barinn. Á næsta borði sátu Ameríkanar og töluðu mikið og hátt. Þeir pössuðu illa inn í annars rómantíska umgjörðina.

Mér leið vel og kyssti Ella á kinnina.

  • Elli, það er geggjað að vera hérna með þér. Þessi borg er æði. Þú ert æði. Ég er ekkert smá þakklát.
  • Takk, mér finnst gaman að geta sýnt þér mín fyrri heimkynni til að við getum kynnst betur.

Kynnst betur. Ég var ekki tilbúin í samræður um „okkur“. Ég var komin með grappað mitt – þeir áttu meira að segja Nonino – en varð að vera fljót að breyta um umræðuefni.

  • Ferðaðist þú mikið með foreldrum þínum þegar þú varst yngri? spurði ég því Ella.
  • Já, ég var heppinn. Pabbi tók mig oft með sér til útlanda, sérstaklega Norðurlandanna. Hann sagðist vilja sýna mér heiminn. Fyrir Íslending á þeim tíma voru Norðurlöndin örugglega eins og alheimurinn. En þú?
  • Nei, það voru engir peningar til þess. Mamma var alltaf að vinna og það var oft mikið basl. Ég var því töluvert hjá ömmu þangað til …

Elli greip fram í:

  • Þangað til hvað?
  • Æ-i, sumir kærastar ömmu voru ógeð með hendurnar og augun út um allt, sérstaklega sá sem hún fór að búa með. Amma trúði mér samt aldrei.
  • Elsku Freyja mín, það hlýtur að hafa verið erfitt.

Stundum var betra að þegja.

ELLERT

Freyja þagnaði og varð alvarleg. Ég tók þétt utan um hana.

  • Komdu upp á herbergi, sagði hún og kyssti mig eldheitt á munninn.

Freyja lagðist í fang mér á uppbúnu rúminu og ég hélt henni þétt að mér. Varir okkar snertust laust, svo færði hún sig aðeins frá eins og til að stríða mér og brosti blíðlega, kom síðan aftur nær og nartaði létt í varir mínar. Þá hófst kossaflæði sem maður nær ekki með hverjum sem er. Tunga hennar vissi nákvæmlega hvernig ætti að gæla við varir mínar, varir mínar vissu nákvæmlega hvernig þær ættu að fanga varir hennar og öfugt, ástríðan var í flæðinu. Við vorum fullkomlega samstillt. Að finna nærveru hennar í fangi mér, finna fyrir brjóstum hennar, líkama hennar og þessu ástríðuflæði – það var eins og við værum sköpuð hvort fyrir annað. Mig langaði að koma hægt og rólega inn í hana. Elskast lengi. Þá allt í einu, mér að óvörum, leit Freyja upp og sagði:

  • Eigum við ekki að panta eitthvað hingað upp?
  • Ha, jújú, hvað viltu? stundi ég upp.
  • Hvað heldur þú? spurði Freyja kímin.
  • Kampavín?
  • Auðvitað.

Þegar ég tók upp símtólið til að panta kampavínsflösku á herbergið sá Freyja sér leik á borði og renndi niður buxunum mínum og gældi við annað tól með tungunni, hélt blíðlega við eistun og kyssti þau létt. Þá tók hún upp lítinn hring sem hún þræddi á mig með munninum, löturhægt. Það fór um mig djúp nautn þegar þéttur hringurinn færðist neðar og neðar og tungan lék í leiðinni við allt sem á vegi hennar varð. Ég átti í mesta basli með að halda einbeitingu. Mér tókst að koma pöntuninni til skila á einhvern undraverðan hátt en hélt þó áfram á símtólinu – stjarfur af vellíðan.

  • Þú ert rosaleg, stelpa! sagði ég þegar ég loksins lagði á.

Kampavínið birtist okkur nokkrum mínútum síðar. Ég hellti í sitthvort glasið og við skáluðum. Þá klæddi ég Freyju úr kjólnum og gegnsæjum ljósbláum blúndunærbuxunum, sem var það eina sem hún var í undir kjólnum. Drakk sopa af kampavíni, sprautaði upp í hana og kyssti innilega. Dreypti svo kampavíni yfir brjóstin á henni og magann og nuddaði hana með því. Lét tunguna leika um brjóstin og lét kampavínið flæða yfir hana. Færði mig neðar, saug snípinn og sleikti kampavínið sem lekið hafði milli fótanna. Þá var eins og Freyja fengi vægt raflost af fullnægingarlosta, en hvíslaði:

  • Komdu inn!

Ég þóttist ekki heyra hvað hún sagði með sínum öra andardrætti.

  • Núna, komdu inn!

Andardrátturinn var orðinn enn örari og hún talaði hærra. Ég sneri henni við og kom hægt inn í hana aftan frá. Hreyfði mig hægt, þangað til ég gat ekki haldið aftur af mér lengur. Ég öskraði.

  • Ég elska þig, Freyja!

FREYJA

Nei, Elli, ekki segja þetta. Þessi orð hræddu mig og vöktu hjá mér kvíða.

Ég kyssti Ella kampavínsblönduðum kossi.

  • Mikið er gott að elska þig, Elli.

Daginn eftir vöknuðum við enn límd saman. Hann sneri mér frá sér þar sem ég lá í fangi hans í fósturstellingu. Þannig þrýsti Elli sér rólega inn í mig, sem var nákvæmlega það sem ég vildi. Ég stundi. Elli hreyfði sig hægt, ofurhægt, loks eilítið hraðar og andaði ótt og títt og þegar ég fann hann tútna út áður en heitt sæðið sprautaðist inn í mig hvíslaði hann:

  • Þú ert svo falleg.
  • Svona finnst mér best að vakna á hverjum morgni, sagði ég og skreið í fangið á Ella, sem tók þétt utan um mig á móti.

Frá glugganum í herberginu sá ég heiðskíran himin og Eiffel-turninn í fjarska.

  • Mikið er gott að elska þig, Freyja.
  • Mikið er gott að elska þig, Elli.

Elli las mig rétt núna. Hann mátti elska að elskast með mér en ég var ekki tilbúin fyrir stóru orðin og að hann elskaði mig – Freyju.

Fyrir mig var grundvallarmunur þar á. 

Fíkn eftir Rannveigu Borg Sigurðardóttur er ein mest spennandi bókin …
Fíkn eftir Rannveigu Borg Sigurðardóttur er ein mest spennandi bókin í jólabókaflóðinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda