Nú er hver að fara verða síðastur til að finna ástina fyrir jólin, enda gott að hafa þekkst í nokkrar vikur þegar fólk fer að velja jólagjafir til maka síns. Smartland Mörtu Maríu fór á stúfana og fann eftirsóknarverðustu einhleypu mennina á markaðnum í dag.
Guðmundur er fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og stýrir þáttunum Hádegið og Heimskviðum með miklum glæsibrag á Rás 1. Guðmundur er heimsspeki og guðfræðimenntaður og mikill áhuga um knattspyrnu. Þá þykir hann einstaklega geðgóður og skemmtilegur en hann var áður í sambandi með fótboltakonunni Elín Mettu Jensen.
Óttar er blaðamaður á Vísi.is, Stöð 2 og Bylgjunni. Hann er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og þykir einstaklega vel máli farinn. Hann er það að auki með gott skopskyn. Faðir hans er Kolbeinn Óttarsson Proppé, fráfarandi þingmaður.
Stefán Fannar er sölu- og viðskiptastjóri fyrirtækjamarkaða hjá Orku náttúrunnar. Stefán er mikill heimsborgari en hann bjó um árabil í Kaupmannahöfn þar sem hann lauk MBA gráðu frá Copenhagen Business School.
Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, er á lausu. Binni hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum undanfarin ár en hann sló í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði sem sýnir eru á Stöð 2.
Egill Fannar er á lausu en hann var áður í sambandi með fegurðardrottninunni Tönju Ýr Ástþórsdóttur. Egill er hress og skemmtilegur. Hann er mikiill heimshornaflakkari og hefur verið á stöðugu flakki þetta árið. Hann er stofnandi og eigandi Gorilla Vöruhús og Wake Up Reykjavík.
Sviðshöfundurinn Hjalti Vigfússon er á lausu. Hjalti er menntaður frá Listaháskóla Íslands og er um þessar mundir framkvæmdastjóri og aðstoðarmaður leikstjóra í sýningunni Góðan daginn faggi í Þjóðleikhúsinu. Hjalti þykir með eindæmum skemmtilegur en hann hefur komið að skipulaginu Druslugöngunnar undanfarin ár.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er á lausu. Guðmundur náði kjöri til Alþingis í kosningunum nú í haust. Hann er einfaldur maður og leitar sér nú að kærasta sem á baðkar.
Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar, betur þekktur sem Krassasig, er einhleypur. Kristinn hefur unnið náið með tónlistarkonunni Bríeti undanfarin ár og töfrar fram ótrúlegar sýningar með henni.