Ólafur Ragnar opnar sig um veikindi móður sinnar

Ólafur Ragnar Grímsson er fyrsti viðmælandi hlaðvarpsins Sögusvið Storytel. Ólafur er höfundur hinnar nýútgefnu bókar Rætur, sem hann lýsir sem leit að spurningum sem hann hefur haft um eigið líf. Ólafur er óvenju opinskár í bókinni, en Halldór Guðmundsson ræddi við Ólaf í Sögusviðinu, um bókina, æskuna og veikindi móður Ólafs.  

„Þetta er sko slík hryllingssaga eins og með mömmu. Hún veikist 16 ára og er send suður, ung stúlka frá þessu litla þorpi, fer á hælið og kemur svo aftur vestur. Alveg þangað til hún er rúmlega fimmtug er hún að glíma við berklana með einum eða öðrum hætti og hún fór í svokallaða höggningu sem að menn þekkja ekki í dag,” segir Ólafur Ragnar Grímsson um veikindi móður sinnar.

„Hann tekur úr mömmu níu rif. Síðan náði hún sér kannski á vissan hátt en auðvitað eins og ég segi í bókinni var þetta andleg byrði líka. Hún var kannski ekki alveg heil á geði eins og venjulegt fólk í framhaldinu.“

Sögusvið Storytel eru skemmtilegir spjallþættir um bókmenntir og allt sem þeim viðkemur. Þættirnir eru byggðir á samtölum ýmissa vel þekktra rithöfunda og bókmenntaunnenda, sem fara um víðan völl í spjallinu á Sögusviðinu. Til viðtals eru höfundar nýrri jafnt sem eldri verka, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa nýlega fært verk sín yfir á hljóðform hjá Storytel.

Hljóðútgáfa þáttana er aðgengileg á Storytel appinu, en myndböndin má nálgast á YouTube rás Storytel á Íslandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda