Mín átröskun var ekkert annað en fíkn

Rannveig Borg Sigurðardóttir lögfræðingur, sem búsett er í Sviss, er að eigin sögn vön að skrifa þurra, leiðinlega lagatexta. Samhljómur ríkir þó um að það sé ekki að finna á fyrstu skáldsögu hennar, Fíkn, sem hefur gert virkilega góða hluti hjá hlustendum Storytel og fengið frábæra dóma. Rannveig Borg mætti í Sögusvið Storytel og ræddi þar við Kamillu Einarsdóttir um Fíkn, sem er hennar fyrsta bók. Rannveig segir fíknina standa sér nærri. 

„Þegar ég var unglingur og ung kona átti ég við svo mikla átröskun að stríða. Átröskunin mín var þannig að því meira sem ég læri í fíknifræðum er að mín átröskun var að minnsta kosti ekkert annað en fíkn. Ég veit hvað það er að missa stjórn, ég veit hvað það er að vera í algjöru stjórnleysi, ég veit hvað það er að gera nánast hvað sem er til að fá fixið sitt. Þannig ég skil þetta, þess vegna er þetta svona áhugavert fyrir mig“ segir Rannveig Borg rithöfundur um áhuga sinn á fíkninni. 

Sögusvið Storytel eru skemmtilegir spjallþættir um bókmenntir og allt sem þeim við kemur. Þættirnir eru byggðir á samtölum ýmissa vel þekktra rithöfunda og bókmenntaunnenda, sem fara um víðan völl í spjallinu á Sögusviðinu. Til viðtals eru höfundar nýrri jafnt sem eldri verka, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa nýlega fært verk sín yfir á hljóðform hjá Storytel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda