5.000 manns hafa hlustað á Daníel Ágúst

Dansarinn er ný bók eftir Óskar Guðmundsson en hún er bæði komin út á prenti og á hljóði hjá Storytel. Það er Daníel Ágúst Haraldsson sem les bókina inn en hann hefur fengið frábæra dóma fyrir lesturinn. Nú þegar hafa 5.000 einstaklingar byrjað að hlusta eða lokið við bókina. 

Sagan fjallar um Tony, ungan mann sem hefur alltaf verið utanveltu í lífinu. Hann elst upp hjá sjúkri og drykkfelldri móður sem var á sínum tíma helsta vonarstjarna Íslands í ballett. Þegar draumar hennar um frama í dansheiminum verða að engu reynir hún að færa þá yfir á son sinn með grimmilegum aðferðum – og skelfilegum afleiðingum.

Í Öskjuhlíðinni finnst lík sem hefur greinilega legið þar lengi. Rannsóknarlögreglumaðurinn Valdimar fær málið til skoðunar og fær til liðs við sig Ylfu sem er að stíga sín fyrstu skref innan lögreglunnar. Fljótlega kemur í ljós að hrottalegur morðingi gengur laus og að ekki er allt sem sýnist.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda