Eva Laufey átti að heita Teresa Rós

Eva Laufey Kjaran.
Eva Laufey Kjaran. Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Bakstursdrottningin og fjölmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran er þekkt fyrir mikið öryggi og ró. Eva Laufey fer á eftir því sem hana langar og segir að hún hafi þurft að setja mörk. Í dag þolir hún ekki orðið ofurkona og segir mikilvægt að njóta þess að vera með fólkinu sínu. Eva Laufey er gestur Kötu Vignis í hlaðvarpsþættinum Farðu úr bænum. 

Eva Laufey segir pláss fyrir alla.

„Ég er mjög ákveðin og ef mér langar í eitthvað þá bara fer ég á eftir því. Mér finnst engar hindranir þannig lagað og það er ágætt að maður trúi því. Vaða í það sem að þig langar til að gera, kannski færðu nei en þá ertu allavega búin að reyna það. Ekki láta stoppa sig með þeirri hugsun að ó nei þau vilja mig ekki, ég er ekki nógu góð. Bara kýldu á það, þú hefur engu að tapa. Það er enginn að fara að segja guð minn góður hvað er þessi að gera.“

Nafnið Eva Laufey kannast flestir Íslendingar við í dag en bakstursdrottningin átti ekki alltaf að heita þessu nafni. „Ég átti að heita Teresa Rós og hét það fyrstu dagana mína,“ segir Eva Laufey um nafnið sitt. „Ég var nefnd Teresa Rós og það var skrifað á vögguna mína og í bókina sem að maður fær á sjúkrahúsinu en svo dreymdi mömmu langömmu mín Evu Laufeyju daginn áður en að skírnin var og breytti nafninu.“

Eva Laufey mælir með að finna jafnvægi sem hentar hverjum og einum og segir alla vera ofur á sinn hátt. „Maður á ekki að þykjast vera einhver ofurkona. Ég þoli ekki það orð til dæmis, ofurkona. Mér finnst engin flottheit í því að vinna mikið,“ segir Eva Laufey í hlaðvarpsþættinum. „Mér finnst við oft hampa fólki sem að vinnur rosa mikið eins og það sé bara eina málið í lífinu en það er bara síður en svo. Bara velja vel og vinna hóflega og þá geta frekar bara notið þess að vera með fólkinu sínu eftir vinnu.“

Eva Laufey fær stundum skondin skilaboð á samfélagsmiðlum. „Þetta er stundum svona „passive aggressive“,“ segir Eva Laufey sem tekur þeim ekki alvarlega. „Það er bara af hverju ertu að gera þetta svona? Það á ekkert að gera þetta svona! Hvernig bakarðu eiginlega þessa köku? En svo fæ ég líka fullt af fallegum og góðum skilaboðum. En það sem ég er líka að fá eru svona símtöl, það er verið að hringja í mig kannski seinnipartinn um helgar og marengsinn minn er ekki að bakast nógu vel hvað er ég að gera vitlaust? Svo annað símtal sem mér fannst mjög fyndið: „Ég er hérna að horfa á sjónvarpið það er uppskrift og þú ert að gera súpu, ég er ekki með tölvu eða neitt svoleiðis og er ekki með þessa uppskrift og ég ætla ekkert að fara gera þetta en hvað er í þessari súpu?“ En ég hef mjög gaman af því.”

Hægt er að hlusta á Farðu úr bænum á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda