„Þetta er grimm bjartsýni“

Sverrir Norland komst að því fyrir nokkrum árum að þvert á eigin væntingar er hann ekki hæfileikaríkur grænmetisbóndi af náttúrunnar hendi. Hann segir í samtali við Eydísi Blöndal á Sögusviði Storytel, meðal annars frá því hvernig þessi hugljómun, sjúkrahússinnlögn í Japan og bókatitill, datt í fang hans eftir leynimakk um afmælisköku. Bókatitilinn sem um ræðir er Stríð og kliður, en bókin er nú aðgengileg á Storytel. Sverrir og Eydís fara um víðan völl í samtali sínu, en koma þó alltaf aftur að spurningunni um þá stefnu sem heimurinn er að taka, líkt og bók Sverris fjallar um.

„Þetta er svona grimm bjartsýni. Við erum búin að innstilla á svoítið grimmdarlegan hátt, vissa bjartsýni í höfðinu á krökkum, eða kannski okkur sjálfum. Við segjum til dæmis „þú átt möguleikann á því að vinna við eitthvað sem þú hefur gaman að og eitthvað kannski menningartengt og skapandi, í heimi sem er fullur af gíröffum og dýrum. En hvað ef allt er rangt þarna nema við grípum í taumanna?“ spyr Sverrir meðal annars.

Sögusvið Storytel eru skemmtilegir spjallþættir um bókmenntir og allt sem þeim við kemur. Þættirnir eru byggðir á samtölum ýmissa vel þekktra rithöfunda og bókmenntaunnenda, sem fara um víðan völl í spjallinu á Sögusviðinu. Til viðtals eru höfundar nýrri jafnt sem eldri verka, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa nýlega fært verk sín yfir á hljóðform hjá Storytel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda