Tiktokstjarnan og knattspyrnukonan Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir og körfuboltamaðurinn Dani Koljanin eru nýjasta par landsins. Brynhildur greindi frá ráðahagnum í viðtali við Fréttablaðið.
Brynhildur er ein vinsælasta stjarna Íslands á samfélagsmiðlinum TikTok og er þar með yfir milljón fylgjenda. Hún leikur einnig með kvennaliði FH. Dani er ættaður frá Króatíu og gerði samning við KR nú í haust.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!