Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox og arkitektúrneminn Ólavía Grímsdóttir eru nýtt par. Parið birti mynd af sér saman á gamlárskvöld og staðfesti Kristófer í samtali við mbl.is að þau væru í sambandi.
Kristófer leikur núna með liði Vals í efstu deild karla í körfubolta en lék áður með KR. Hann hefur einnig leikið með íslenska körfuboltalandsliðinu.
Ólavía birti mynd af þeim tveimur saman í story á Instagram á gamlárskvöld og endurbirti Kristófer myndina á sínum reikningi.