Svona kynntust Sunneva og Bensi

Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted

Viðskiptafræðingurinn Sunneva Eir Einarsdóttir svaraði spurningum aðdáanda sinna á Instagram í gærkvöldi. Fylgjendur Sunnevu höfðu mikinn áhuga á sambandi Sunnevu og Benedikts Bjarnasonar, en parið, sem hefur verið saman síðan árið 2019 er nýflutt inn saman. 

Sunneva segir að þau Bensi, eins og Benedikt er kallaður, hafi kynnst í gegnum sameiginlega vini. Bensi mætti í lítið partí hjá vinkonu Sunnevu, Jóhönnu Helgu Jensdóttur.

Sunneva tók strax eftir því hvað Bensi var með stóra fætur. „Djöfull er þessi gæi með stórar bífur,“ hugsaði Sunneva þegar hún sá skóna sem Bensi var í. „Djöfull er þetta stór og myndarlegur gæi,“ hugsaði Sunneva þegar hún sá hann standa upp. Þegar hún kynntist kærasta sínum áttaði hún sig á hvað hann væri fyndinn, góðhjartaður og skemmtilegur. 

Smartland greindi frá því fyrir jól að Sunneva og Bensi væru flutt inn saman í íbúð í Kópavogi. Þau virðast samt ekki vera að flýta sér að taka næsta skref en Sunneva segir á Instagram að sér finnist nóg í bili að vera hundamamma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda