Tanja Ýr flytur til Manchester

Tanja Ýr Ástþórsdóttir ætlar að flytja til Manchester á Bretlandseyjum.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir ætlar að flytja til Manchester á Bretlandseyjum. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir ætlar að flytja til Manchester borgar á Bretlandseyjum á þessu ári. Þaðan ætlar hún að koma fyrirtæki sínu, Glamista hair, betur fyrir á alþjóðlegum markaði en fyrirtækið selur hárlengingar. 

Tanja segir frá þessu á Instagram en hún er nú þegar komin til Bretlands frá Bandaríkjunum en hún eyddi samtals sex mánuðum í Miami borg í Flórídaríki á síðasta ári. 

Í story á Instagram segir Tanja einnig að hún sé ekki enn búin að finna sér íbúð í Manchester en á döfinni sé að skoða nokkrar. Hún á góða vinkonu sem býr í borginni og er það meðal annars ástæðan fyrir því að hún ætlar að setjast að í borginni. 

Tanja, ásamt Kolbrúnu Elmu Ragnarsdóttur stofnaði Glamista hair í nóvember árið 2020 en Tanja rekur einnig Forward Branding og Tanja Ýr Cosmetics Hún hefur ferðast mikið undanfarið árið en á síðasta ári flutti hún tímabundið Tyrklands.

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda