Sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir greinir frá því að hana langi meira til að vinna í sjónvarpi en að vera aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV en hún hefur gegnt því starfi í fjögur ár.
„Kæru vinir, eftir fjögur gefandi ár í starfi aðstoðardagskrárstjóra sjónvarps hjá RÚV hef ég óskað eftir að vera leyst undan þeim skyldum. Þetta hefur verið lærdómsríkur, krefjandi og skemmtilegur tími. Takk fyrir mig Það er öllum hollt að staldra við endrum og eins, endurmeta stöðuna, gildin sín og finna hvar hjartað slær.