Gísli Marteinn ekkert annað en hlaðvarp sem er sjónvarpað

Sigmar Vilhjálmsson þarf ekki að kynna sérstaklega. Eftir að hann sló í gegn sem þáttastjórnandi í 70 mínútum hefur hann verið viðloðandi fjölmiðla þótt hann hafi aðallega verið í veitingarekstri síðustu ár. Í morgun leit splunkunýr hlaðvarpsþáttur dagsins ljós, 70 mínútur, þar sem Sigmar er við stjórnvölinn ásamt Huga Halldórssyni. Sigmar segir að hlaðvarpið sé langskemmtilegasta formið því það er svo lifandi. Hann segir að Vikan með Gísla Marteini sé ekkert nema hlaðvarpsþáttur í beinni útsendingu og RÚV gæti sparað mikla peninga með því að hætta að sjónvarpa hlaðvarpinu. 

Þótt Sigmar sé byrjaður með hlaðvarp er hann ekki kominn með leið á veitingarekstrinum. 

„Ég lít ekki á þetta sem vinnu heldur skemmtun,“ segir Sigmar og játar að vera með mikla fjölmiðlabakteríu þótt hann standi í veitingarekstri. Hann segir að þessi fjölmiðlabaktería sé svolítið eins og kórónaveiran og hafi stökkbreyst með tímanum. 

„Til að byrja með var þetta bara athyglissýki en svo þróaðist þetta út í að vilja miðla efni og skemmta fólki. Í dag er þetta svolítið eins og fara í ræktina,“ segir hann og sé hvíld frá daglegu lífi og sé bara fjör. 

Hvers vegna eruð þið Hugi að gera þetta saman?

„Við Hugi höfum gert gríðarlega margt saman. Áttum Stórveldið saman til dæmis. Mér finnst vanta létt podkast sem súmmerar upp vikuna. Mér finnst það vanta inn í umræðuna. Það er mikið af löngum viðtölum í hlaðvarpsþáttum en mér finnst vanta léttmeti þar sem farið er yfir helstu fréttir vikunnar með öðrum augum,“ segir hann og vill meina að það sé ekki gert nóg af því að gera góðlátlegt grín af því sem er að gerast hverju sinni. 

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Þegar Sigmar er spurður að því hvort hlaðvarpssenan sé ekki að verða fullmettuð enda mikið gert grín að því að allir og amma þeirra séu með hlaðvarp. Hann segir að svo sé ekki en segir að það muni ekki ekki hlaðvörp verða langlíf. 

„Hlaðvarp er ekkert annað en útvarp og mér finnst það vera skemmtilegasta miðlunarformið því það er svo spontant. Í sjónvarpi ertu að gera eitthvað og afraksturinn lítur ekki dagsins ljós fyrr en eftir langan tíma. Þetta er svona eins og Morgunblaðið og mbl.is. Morgunblaðið er með dýpri umfjallanir á meðan mbl.is segir fréttirnar strax. Þetta er sitthvor tegundin af sama hlutnum. Þetta er svona eins og með Gísla Martein. Það mætti spara RÚV mikla peninga með því að breyta þættinum því þetta er í raun bara podkast sem er sjónvarpað,“ segir Sigmar og hlær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál