Leikkonan Aldís Amah Hamliton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þetta staðfesta heimildir mbl.is. Parið kynntist við tökur á þáttunum Svörtu söndum sem sýndir voru á Stöð 2 nú í upphafi árs.
Parið sló í gegn í Svörtu söndum en hún fór með hlutverk Anítu auk þess sem hún er einn af handritshöfundunum þáttanna. Kolbeinn fór með hlutverk Salomons.
Bæði eru þau Aldís og Kolbeinn útskrifuð úr Listaháskóla Íslands.