Yrsa Sigurðardóttir er í flokki fremstu glæpasagnahöfunda á Norðurlönunum en glæpasögur hennar hafa ratað á topplista út um allan heim. Nú eru þær allar aðgengilegar hjá Storytel.
„Mér þykir mjög skemmtilegt að þetta komi allt út upp á nýtt. Fær svona endurnýjun lífdaga í raun, sérstaklega bækur sem eru löngu löngu orðnar ófáanlegar í bókabúðum. Sem höfundurinn gæti ég ekki opnað gamlar bækur frá mér, ég bara vil ekki vita hvernig þetta var hjá mér í byrjun. Ég vona að hlustendur hafi gaman af og lesendur rafbóka. Því þetta veitir bókum framhaldslíf sem er annars ekki til staðar ef þær eru horfnar úr hillum,“ segir Yrsa Sigurðardóttir.
„Áður en ég fór að skrifa og var alltaf með bók. Þá hefði ég svo mikið viljað að það væri til hljóðbækur og ég gæti verið að lesa með því að hlusta og gera eitthvað annað á meðan. Húsverk og hitt og þetta sem maður þarf að gera með höndunum, eitthvað sem maður getur ekki gert með bók fyrir framan sig. Ég fæddist of snemma.“
Í spjalli um endurútgáfur bókanna talar Yrsa um fjölda morða í bókum sínum og eftirsjá á örlögum Braksins. „Sé ég eftir að hafa drepið einhvern? Nei, ég sem höfundur geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta eru skáldaðar persónur,“ segir Yrsa kímin.