Simmi dýrkar viku og viku sambönd

Sigmar Vilhjálmsson heldur úti hlaðvarpsþættinum 70 mínútur ásamt Huga Halldórssyni.
Sigmar Vilhjálmsson heldur úti hlaðvarpsþættinum 70 mínútur ásamt Huga Halldórssyni. mbl.is/Hallur

Í nýjasta hlaðvarpsþætti 70 mínútna ræða Sigmar Vilhjálmsson og Hugi Halldórsson sambönd giftra og fráskilinna. Sigmar eða Simmi eins og hann er kallaður, sem er fráskilinn viku og viku þriggja barna faðir, lýsir fyrir Huga, sem er giftur fjögra barna faðir, hvernig viku og viku fyrirkomulagið virkar.

„Ef gift fólk gæti skilið börnin eftir í heila viku í öruggri umsjón og átt viku fyrir sig og að rækta sambandið, hvað myndi það gera fyrir sambandið,“ spyr Simmi.

Hugi staðfestir að það myndi gera töfra fyrir sambandið, þar sem að ein og ein nótt án barna á hóteli geri oft ansi margt gott fyrir hjónabönd. Simmi bendir þá á að í raun sé besta sambandsstaðan að vera fráskilin með viku og viku fyrirkomulag og finna ástina á ný með manneskju sem einnig er fráskilin með viku og viku fyrirkomulagi.

„Þá getur fólk samræmt vikur og haft öll börnin í viku og átt síðan dekur viku aðra hverja viku. Ég er ekki að mæla með hjónaskilnaði, en þetta er samt kannski lýsandi yfir fyrir tímaleysi foreldra almennt,“ segir Simmi á í þættinum.

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Hugi Halldórsson.
Hugi Halldórsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál