Tanja Ýr fann ástina í Bretlandi

Tanja Ýr er kominn með kærasta.
Tanja Ýr er kominn með kærasta. Skjáskot/Instagram

At­hafna­kon­an og áhrifa­vald­ur­inn Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir er komin með kærasta í Bretlandi. Tanja sem flutti nýlega til London greinir frá því á Instagram í vikunni að hún sé komin með kærasta. 

Tanja svaraði spurningum fylgjenda sinna í vikunni. „Já,“ skrifaði hún þegar hún var spurð hvort hún væri í sambandi. Hún birti einnig myndir af nýja kærastanum. Sá heppni heitir Ryan og er breskur en hann hefur meðal annars komið til Íslands. 

Sambandið er enn ekki komið á það stig að þau Ryan eru byrjuð að búa saman þar sem Tanja sagði fylgjendum sínum að hún væri að leigja ein í London, nánar til tekið í Whitechapel en hverfið er staðsett í austurhluta borgarinnar. Markmið hennar er að kaupa sér eign í Manchester eftir eitt til tvö ár. 

Tanja Ýr svaraði spurningum fylgjenda sinna.
Tanja Ýr svaraði spurningum fylgjenda sinna.

Hún var einnig spurð út í barneignir. „Ekki strax,“ skrifaði Tanja Ýr.

Smartland óskar Tönju Ýr til hamingju með ástina. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda