Sigmar braust inn í blómabúð

Sigmar Vilhjálmsson játar á sig innbrot í þættinum.
Sigmar Vilhjálmsson játar á sig innbrot í þættinum. mbl.is/Hallur

Sigmar Vilhjálmsson sagði frá því í nýjasta podcastþætti sínum, 70 mínútur, að hann hefði brotist inn í blómabúð ásamt vini sínum 16 ára gamall. 

Sagðist hann hafa þó skilað ránsfengnum daginn eftir á meðan vinur hann var að neita fyrir innbrotið á lögreglustöðinni. 

Sigmar lýsti þessu bernskubreki ljóslifandi í þættinum. Eins og alheimurinn veit, þá gleymir internetið engu og er hægt að sjá hér frétt um þetta afbrot í Morgunblaðinu frá árinu 1993. 

„BROTIST var inn í blómaverslunina Blómabæ á Egilsstöðum í fyrrinótt og stolið þaðan um 20 þúsund krónum sem voru í peningakassa. Að sögn lögreglunnar sparkaði þjófurinn upp hurð á versluninni en að öðru leyti vann hann ekki skemmdir á húsnæðinu. Hann er ófundinn.

Í síðustu viku var brotist inn í Stólpa á Egilsstöðum, sem er verndaður vinnustaður, og stolið þaðan um 20 þúsund krónum. Það mál er enn óupplýst en lögreglan telur ekki útilokað að þessi tvö mál tengist,“ segir í frétt Morgunblaðsins af innbrotinu. 

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/115226/

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda