Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og leikkonan Íris Tanja Flygenring eru nýtt par. Þetta staðfesta heimildir Smartlands. Konurnar hafa verið áberandi í listaheiminum að undanförnu.
Elín sló í gegn um helgina þegar hún vann Söngvakeppnina ásamt systrum sínum með laginu Með hækkandi sól. Þær fara til Tórínó í maí og keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Íris Tanja er einnig þekkt listakona en hún hefur verið á mikilli siglingu á undanförnu. Hún lék í þáttunum Kötlu sem sýndir á Netflix. Hún leikur núna í leikritinu Blóðuga kanínan eftir Elísabetu Jökulsdóttur í Tjarnarbíó.
Smartland óskar Elínu og Írisi til hamingju með ástina.