Þóra Karítas Árnadóttir heimsótti norska rithöfundinn Agnes Ravatn í síðasta þætti af Morð í norðri. Agnes, sem sló í gegn með bókinni Fugladómstóllinn árið 2015, fluttist til Valevåg smábæjar rétt fyrir utan Bergen þegar hún fór í fæðingarorlof fyrir sex árum síðan. Hún er með vinnustofuna sína í smáhýsi þar sem ekki er nettenging og þar notar hún penna og blað til að skrifa á hverjum degi og skilur farsímann eftir heima hjá sér. Auk þess að skrifa er hún sauðfjárbóndi og eins og sjá má í myndbandinu á hún í góðu sambandi við kindurnar sínar.
Morð í norðri er í opinni dagskrá Sjónvarpi Símans á fimmtudögum klukkan 20:30 en öll serían er þegar aðgengileg á Sjónvarpi Símans Premium.