Þóra Karítas Árnadóttir heimsótti norska rithöfundinn Gunnar Staalesen í síðasta þætti af Morð í norðri. Staalesen býr í Bergen en hann hefur skrifað fjöldan allan af bókum um einkaspæjarann Varg Veum. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda og ótal bíómyndir hafa verið gerðar um einkaspæjarann en því miður hefur aðeins ein bók verið þýdd eftir Gunnar Staalesen á íslensku. Einkaspæjarinn vann sem félagsráðgjafi í málefnum barna áður en hann fór út í starfið. Ólíkt Gunnari er hann fráskilinn en hann stundar hlaup eins og Gunnar hefur gert alla sína tíð og ólst upp á svipuðum slóðum og höfundurinn í Bergen.
Morð í norðri er í opinni dagskrá Sjónvarpi Símans á fimmtudögum klukkan 20:30 en öll serían er þegar aðgengileg á Sjónvarpi Símans Premium.